Ljósapera
14.5.2008 | 11:00
Hvað þarf marga í hverju stjörnumerki til að skipta um ljósaperu?
HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?
NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.
TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna-- þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !
KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.
LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en stundum fá umboðsmennirnir þeirra meyju til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.
MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.
VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?
SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.
BOGMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru !
STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.
VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að.....
FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meining á bak við blóm
14.5.2008 | 07:23
Bleikar rósir - hamingja, þokki, blíða
Ljósbleikar rósir - aðdáun, samúð
Hvítar rósir - sakleysi, hreinleiki
Dökkbleikar rósir - þakklæti
Appelsínugular, ferskju og kórallitar rósir - ákafi, þrá
Hvítar og rauðar rósir saman - einingartákn
Stök rós - einfaldleiki, ástartákn
Hár stilkur á rós - ég mun aldrei gleyma þér
Gular rósir - vinátta, gleði, afbrýðisemi, tilhlökkun
Stuttur stilkur á rós - æskutákn
Margir blandaðir litir - þú ert mér allt
Rós án þyrna - ást við fyrstu sýn
Rauðar rósir - ást, fegurð, virðing, hugrekki
Liljur - jarðar för
Eða eins og kallinn á marZ sagði lokað í viku vegna jarðar-farar !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kötturinn
12.5.2008 | 04:08
Ég týndi einum af mínum villtustu köttum ekki fyrir löngu. Nema að af því mér þótti vænt um köttinn stökk ég í flug og fór að leita hans eftir að hafa fengið sms frá honum. Þá var læðan stödd í Arabalandi, OK, ekki nýtt hjá þessari læðu ! Segir ekkert af ferðum kattar nema að ég fór á mis við hann. Þar sem ég var mættur þarna á þetta fína hótel ***** er kostaði minna en ekki neitt, voru góð ráð ódýr. Var tekin ákvörðun um 3-4 tíma skoðunarferð um eyðimörkina og það á úlföldum, hefði nú frekar viljað arabískan hest, hvítan eða svartan, varla hægt að fá mýkri hesta en þá :) Jæja, eftir að hafa etið duglega af sandi og hrist úr mér nýrun, datt gríman af einum leiðsögumanninum sem reyndist vera þetta forkunnarfagra fljóð. En eins og sumir vita er þekkja mig gat ég ekki á mér setið né hvað þá á úlfaldanum, spurði dýrið hvort hún væri til í að hitta mig og borða með mér. Mér til mikillar undrunar sagði hún já en með því skilyrði að ég tæki ekki myndir af henni ,, Hum'' Ég stóð ekki við það, er enn að gróa sára minna eftir klór hennar !
En hún sagði nei við að koma með mér heim. :)
Bloggar | Breytt 23.5.2008 kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stormurinn !
5.5.2008 | 22:03
Bloggar | Breytt 16.5.2008 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því eldri sem maður verður..
5.5.2008 | 07:58
Í gær barst mér til eyrna að vinkona mín væri látin, hafði fengið hjartáfall. Það sem verst er að hún dó alein, enginn hjá henni. Mér er sagt að hún hafi reynt að hringja í mig en ekki fundið númerið mitt. Reyndar hafði Ploy hitt mig fyrir um mánuði síðan og beðið mig um smálán fyrir ferðalagi sem hana langað í. Ég gat ekki annað en sagt já þar sem hún hafði reynst mér ákaflega vel á erfiðum tíma er ég átti hér í Thai. Ploy verslaði, eldað og reyndi allt sem hún gat til að hressa uppá karlinn og draga hann út úr húsi, dauðhrædd um að ég myndi hoppa út, enda bjó ég á elleftu hæð. Ploy var hjá mér í stóru íbúðinni í hálft ár og hafði miklar áhyggjur af mér, sérstaklega er ég veinaði og kveinaði upp úr svefni og grét. Er ég sá hana um daginn sá ég ekkert nema þessa góðu konu, svo blindur var ég að er ég hugsa um það í dag þá veit ég að eitthvað mikið var að. Ég reyndi að vísu að telja hana af því að fara þetta ferðalag. Vinur minn sagði: hvað ertu að gera með þessari gömlu konu? Gömlu?? Hún er mikið yngri en ég, hvað þá miðað við þig!
Ploy, Guð og Budha geymi þig og gæti, það var og er gæfa að þekkja þig. Takk fyrir allt "nöldrið" frá þér, ég þurfti svo sannarlega á því að halda, engillinn minn!
Þinn vinur,
Einar Braga.
Bloggar | Breytt 16.5.2008 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrítnar reglur !
4.5.2008 | 08:34

Geymi þig, Jari
Bloggar | Breytt 16.5.2008 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tóm della
3.5.2008 | 09:57
Enn og aftur geri ég sömu mistökin ! Langaði að borða fisk og endaði á Japanese restaurant stað er eingöngu bauð uppá Sushi. Nema hvað, sex tímum seinna var ég farin að æla og sestur á dolluna og tók 16 tíma í látum og magakrömpum! Ekki veit ég hvað það var sem skapaði þetta en ég hef oft borðað þarna án þess að lenda í steinsmugu. Nú, eitt sinn í Malaga gerði ég þau reginmistök að kaupa mér rækjur af götusala nema hvað, ég hélt að ég myndi drepast úr matareitrun er
ég fékk, eftir öll mín ár á Spáni átti ég að vita betur. Fæ að vísu oft lítillega í magann ef ég borða ostrur en ekkert sem plagar mig að ráði.
Jari
Bloggar | Breytt 16.5.2008 kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jú hú
25.4.2008 | 07:49
I scream you scream we all scream 4 ICECREAM.... Allt berst mér til eyrna, nú er Vee hér og heimtar aura fyrir veitingahúsið sitt, veit ekki betur en ég eigi yfir 40 beljur og 2 tudda sem kostuðu nær miljónbatt allt í allt á sínum tíma, hún búin að fá yfir 4millur. Hún má selja allt sem hún vill...ennnnn ég mun ekki gefa henni eða lána henni eitt né neitt framar, ekki einu sinni á kjaftinn enda á ég ekki krónu, þó þetta bú sé mitt, og nú segir hún að það kosti svo miklið að senda systir sína í skóla veit ekki betur en allar hennar systur séu vel giftar og ég borga ávalt fyrir drengin minn Jr, skóla gjöld, og matinn hans, reiður að venju. Jari..
Bloggar | Breytt 27.4.2008 kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarið
24.4.2008 | 09:03
Ég óska börnum mínum, barnsmæðrum og fyrverandi hjákonum gleðilegs sumars, ég vona að sumarið verði ykkur öllum gæfuríkt. Hinir mega sitja í regni og snjó eða úti á Ballarhafi :)
p.s. hér í Síam gengur á með þrumum og eldingum, held að goðin séu reið Lögreglu og vörubílstjórum á Íslandinu okurdýra, séu að tjá sig við mig haha nei regntíminn er komin hér.
Kv. Jari..
Bloggar | Breytt 27.4.2008 kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er að verða búið
16.4.2008 | 08:41


Bloggar | Breytt 27.4.2008 kl. 02:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)