Því eldri sem maður verður..

Í gær barst mér til eyrna að vinkona mín væri látin, hafði fengið hjartáfall.  Það sem verst er að hún dó alein, enginn hjá henni.  Mér er sagt að hún hafi reynt að hringja í mig en ekki fundið númerið mitt.  Reyndar hafði Ploy hitt mig fyrir um mánuði síðan og beðið mig um smálán fyrir ferðalagi sem hana langað í.  Ég gat ekki annað en sagt já þar sem hún hafði reynst mér ákaflega vel á erfiðum tíma er ég átti hér í Thai. budhaPloy verslaði, eldað og reyndi allt sem hún gat til að hressa uppá karlinn og draga hann út úr húsi, dauðhrædd um að ég myndi hoppa út, enda bjó ég á elleftu hæð.  Ploy var hjá mér í stóru íbúðinni í hálft ár og hafði miklar áhyggjur af mér, sérstaklega er ég veinaði og kveinaði upp úr svefni og grét.  Er ég sá hana um daginn sá ég ekkert nema þessa góðu konu, svo blindur var ég að er ég hugsa um það í dag þá veit ég að eitthvað mikið var að.  Ég reyndi að vísu að telja hana af því að fara þetta ferðalag. Vinur minn sagði: hvað ertu að gera með þessari gömlu konu?  Gömlu??  Hún er mikið yngri en ég, hvað þá miðað við þig!

Ploy, Guð og Budha geymi þig og gæti, það var og er gæfa að þekkja þig. Takk fyrir allt "nöldrið" frá þér, ég þurfti svo sannarlega á því að halda, engillinn minn!

Þinn vinur,
Einar Braga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband