Einar B Bragason

Fæddur í Keflavík, uppalinn að mestu í Hveragerði og Mallorca en þar daldi ég löngum er ungur ég var. Þá er ég og eða var flakkari, bjó í 11 sumur á Spáni, (Mallorca). Síðan um sinn í Phoenix (Tempi) Arizona USA er þáverandi stundaði nám. Fer eins oft og ég get til Asiu vegna heilsu minnar þar sem ég sæki í hitann, en þess á milli er ég heima á Íslandinu góða. Ég álpaðist óvart til Asiu eftir stutta dvöl á Kúbu sem er frábært og magnað land (eyja) þar vildi ég búa er ég eldist meir, Þá tala ég tungum eins og eldgamalt víkingamál, ensku, spænsku, skandinavisku og pastamál. Á þegar sex, já sex frábær börn og sjö (8) barnabörn... Ég á reyndar 2 sambúðir að baki, önnur entist í 11 ár og hin í níu ár, þannig ég get varla verið alslæmur :) En það er nú allt önnur Ella og saga... Nám og starf: Grunnskólanám í Hveragerði og góðir félagar, skemmtinám í Hótel- og veitingaskólanum (kokkur, ekki munstraður), flugnám mjög gaman, veitingamaður á Spáni (blautt), Togarasjóari (kalt), kerfisstjóri og eigandi að einni af fyrstu Internetþjónustu á Íslandi Smart Net www.Smart.is Er vinur vina minna ( á fáa en góða, mest af þeim eru konur "humm" ). Uppáhalds Bæir og Borgir: Hveragerði (eða verahvergi), Palma De Mallorka, Ibiza City, Barcelona, Phoenix (Tempe) Arizona, Los Angelis, San Diego Californiu, Havana Kúbu, Hong Kong, Macao Kína (furðulegur bær-borg er eins og maður sé staddur á Spáni en borgin er full af kinverjum síðan gengur maður fyrir horn og er staddur í Las Vegas), Ísafjörður (afhverju Ísafjörður? Nú þar er lognið á pollinum), Ekki má gleyma smábænum Indoser í Klang beltinu (magnaður) og síðast en ekki síst gleði borgin ♥Pattaya City♥ Thailandi, en hún getur þreytt mann rosalega! Hverju sem því nú líður er ævinlega best að vera heima í sófanum mínum!  :)

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Einar Björn Bragason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband