Kallinn ögn hressari

Jæja, fékk góðan vin í heimsókn sem neyddi mig til að borða Gazpacho sem hún lagaði í djúsvélinni, gazpachoen hún er köld grænmetissúpa, stútfull af vítamínum og krafti. Búin til ca svona; 1 kíló tómatar, 1/2 laukur, 1 græn paprika, 1 gúrka,  1 til 2 hvítlauksrif  ef vill, góð sletta af olifuvirginoliu, 2 tsk edik, 200gr af brauði bleyttu í vatni saltað og piprað eftir smekk. Ristað brauð skorið í teninga, slatti af tómötum skornir í smá bita, eins rauð og græn paprika, gúrka, laukur, eitt harðsoðið egg, allt smátt skorið til að strá ofan á súpuna. Þá er gott að setja ísmola í hana eða kæla mjög vel, því kaldari því betri. Eldaði hún líka smá af kjöti með grænmeti á pönnu og neyddi mig til að borða sem ég og gerði en smátt var það. Ég hef ekkert getað borðað í langan tíma nema drukkið grænt te er inniheldur mikið af K-vítamíni og fyrir vökvatapið á mér. Já það er gott að eiga góða að er maður er veikur. Og nú er kallinn á leið í bælið aftur enda MAGNLAUS lasarus. Ég veit bara ekki hver fjárinn er að plaga mig, þetta er eitthvað allt annað en gekk að mér í haust og vetur sem leið, enda stefni ég á heimferð á spítala um leið og ég fæ aura, annað ekki hægt í stöðunni. Eins er mun ódýrara að fara á sjúkrahús í Singapure heldur en hér í Thai og stutt flug þangað, hér borgaði ég um 300þús ISK fyrir þrjá daga í rannsóknir og lyfjagjafir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband