Þetta er undarlegt með skóinn er fannst í Svíþjóð.
9.7.2008 | 05:16
Ég var að lesa þessa frétt á MBL áðan varð hreinlega steinhissa, en þar segir að strandvörður hafi fundið skó og er betur var að gáð var fótur í skónum, hum þessi skór eða fótur mun hafa rekið á land þarna. Og mér varð hugsi, gekk ekki þessi fótur eða skór á land? Það er sagt að hvalir gangi á land þó enga hafi þeir fæturna og þeir gera þetta víst dauðir líka miða við það er maður les í blöðum. Hef ekki verið hægt að orða þetta sem svo að fótur hefði gengið á land og verið vel skóaður, mér er spurn? Það skrítna við þetta mál er að ég var að horfa á gervitunglasjónvarpið í dag, stöð er sendir út frá suður Afríku, þar var í fréttum að menn höfðu fundið hægri fót á strönd. Það skyldi þó ekki vera að þetta hafi verið vinstri fótarskór er innihélt fótinn er fannst í Svíþjóð, já ég bara spyr. Nú veit ég ekkert hvort einhver fótur sé fyrir þessari sögu frá Afríku eða Svíþjóð en ef satt er og þeir eiga sama eiganda hvernig komst þá Svía fóturinn alla leið til Tylösand í Svíþjóð, varla hefur hann gengið óstuddur ? Var þetta kannski skórinn og fóturinn ? hann er að vísu í sandala á myndini hér hægra megin ? Jari
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.