Er Fjalla Eyvindur Bjössason mættur á Hveravöllum?

Fréttir af Bjössa á Hveravöllum, Humm ?? iglo

Ætli umhverfisráðherra sé ekki orðin nokkuð vön að hrópa skjóta en það gerið hún síðast með sínum eðal mjóróma róm er líktist ískri í gamalli legu "afar afar" æst, hrópaði og hrópaði kjarkurinn Ráðherrann skjóta , skjóta !

Smá ráð ef þú sérð Bjössa:

Fylgist með birninum en ekki horfast í augu við hann, hann getur verið feiminn og það líkar honum ekki.

Ekki ögra honum. Ísbirnir eru forvitnir um menn en þeir eru líka skræfur eins og kræklingar, hræðast auðveldlega menn en ef ísbjörn gerir sig líklegan til að ráðast á ykkur þá er vopnlausum ferðalöngum ráðlagt að hræða hann í burtu með því lyfta höndum upp eða flík, láta sig þannig sýnast stærri og öskra og garga á björninn. En þá verður hann að hafa flóttaleið. Standið saman í hóp. Komið ykkur burt af svæðinu en alls ekki hlaupa.

Ef menn lenda í slag er best að standa fastur fyrir og berjast á móti með tiltækum vopnum, spýtum eða grjóti. Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar, og er þá maðurinn sjálfur undanskilinn.

Góður þessi-EINSTAKAR MYNDIR-

Hér er góð grein um búrið

Heimild Visir.is og aðrir góðir menn !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.6.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband