Uppskrift að grilluðum skötusel fyrir Jóla Bjössa..

Matur fyrir 2 hrausta karlmenn og einn háskólanema:

3 kíló af skötusel
1 kartafla
kippa af bjór
fullt af kolum
slatti af smjöri
pipar og salt

3_Bold_Men2

Kveikið í kolunum með látum. (Gas er bara fyrir aumingja)
Notið helling af grillkveikilög og andið að ykkur ilmandi reyknum og gefið skít í að hann sé krabbameinsvaldandi.
Ekki láta ykkur detta í hug að bíða í einhverjar 20-30 mínútur eftir að kolin verði heit.
Skvettið frekar smá bensíni á eldinn.

Skerið filmuna utan af skötuselnum, makið á hann smjöri, sem þið bræðið með krepptum hnefunum, kryddið frekar lítið.
Svo skal skepnan grilluð bara rétt á meðan þið skiptið á milli ykkar bjórkippunni, svona 3-4 mínútur sem sagt.
Á meðan er upplagt að fara í léttan boltaleik með kartöfluna og enda á að grýta henni upp á þak hjá nágrannanum, enda kartöflur ekki mannamatur.

Skóflið svo kvikindinu í ykkur, skolist niður með ísköldu brennivíni, og farið að horfa á leikinn.

Verði ykkur að tveim vindstigum.

Slóð í forsíðu og fleiri greinar: HÉR  !
Slóð í myndbanda síðu: HÉR

veit ekkert hvaðan þetta kom, en var á önglinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband