Ungur maður kaupir verjur og lendir í verulegum vanda !
30.7.2009 | 11:04
Ungur maður fer í apótekið til að kaupa verjur.
Apótekarinn tjáir honum að hann geti fengið smokka í pakkningum með 3, 9, eða 12 og spyr ungamanninn hvað hann þurfi marga.
Humm segir sá ungi "ég er búin að vera að hitta þessa stelpu undan farið og þetta er rosaleg skutla, ég held líka að í kvöld sé kvöldið" þannig að ég verð að kaupa verjur, sko mér er boðið í mat hjá foreldrum hennar og eftir matinn ætlum við út á lífið. "Ég er viss um að ég get fengið hana til að koma heim með mér og að ég fái það hjá henni."
"Og þegar hún hefur gert það einu sinni með mér mun hún vilja mig aftur og aftur, held þess vegna að ég verði að kaupa pakkann með 12."
Ungi maðurinn borgar verjurnar og fer.
Seina um kvöldið mætir hann í matarboðið og þegar sest er niður við matarborðið með fjölskyldunni spyr ungi maðurinn hvort hann megi fara með borðbæn, hann byrjar að biðja og er lengi að, þá hallar vinkonan sér að honum og hvíslar, "Þú sagðir mér aldrei að þú værir svona trúaður."
Ungi maðurinn hallar sér að henni og hvíslar, "þú sagðir mér heldur ekki að faðir þinn væri apótekari."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.