Ísinn bjargar Icesave!

 Nú liggur landið vonandi þannig að Icesave ómaginn verði setur á ís og bíður þess þar að ESB umsóknin lendi við hliðina á sér. Annað er óhæfa! Síðan skal í rólegheitum semja um skuldir og borga þær eftir bestu getu. Kúgunarþjóðirnar, Bretar og Hollendingar, geta ekki með nokkru móti ætlast til að við greiðum það mikið að þjóðin fari á vergang, Við munum að sjálfsögðu greiða en aðeins eftir getu þjóðarbúsins og algjörlega án þess að hætta þjóð okkar né heilsu okkar, en heilsuleysi og barnadauði er jafnan fylgifiskur örbyrgðar!

jord-island-blat2

Þannig fara vitræn stjórnvöld að. Vitrænir menn leggjast bara ekki á bakið fyrir kúgara sína þeir verjast ! Þeir leggja ekki niður laupana og skrifa undir hvað sem að þeim er rétt, þótt það kosti þá sennilega lífið og líf barna þeirra, það eru bara aumingjar er haga sér í líkingu við stjórnarflokkana er nú tröllríða þjóðinni og það gera þeir án þess að skammast sín. Að endingu mun þjóð okkar dæma þetta fólk. Ég ætla mér að verða viðstaddur þann gjörning ! 

Slóð í forsíðu og fleiri greinar: HÉR  !
Slóð í myndbanda síðu: HÉR

mbl.is Icesave sett á ís?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

Hvað er ekki sagt um hunda...að sjaldan gelti þeir að húsbónda sínum...má ekki heimfæra þetta upp á VG...það held ég

brahim, 23.7.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband