Hundur í Sóla og kynlífið ???
10.6.2009 | 23:06
Það er ekki lognmolla á þessum bæjum félaga, Bubbi orðlaus eftir tvíhöfða, Sóli skelfilega omulettu laus. Þetta er bara hið versta mál, Bubbi er hafði gaman af söng og tjáningu er gjörsamlega orðlaus, kemur bara ekki stuna frá honum og nú hljóp hundur í Sólmund og hefur sennilega eyðilagt fyrir honum allt kynlíf, en eins og flestir vita hafa egg mikið með kynlífs getu karla að gera, Nú er lítið að gera hjá Sóla !? Ekkert annað að gera fyrir kallinn en sækja strax um hjálp frá bjargráðasjóð til að laga eggja framleiðslu sína.. Stór hundur, sem var með eigendum sínum í orlofshúsabyggðinni í Akurgerði í Ölfusi, réðst að hænsnum á bænum Borgargerði um miðjan dag í gær. Náði hann að drepa eina hænu og skaða hanann á bænum áður en tókst að stöðva hann.
Þetta kemur fram á vefnum sunnlendingur.is. Þar segir að mikið af lömbum sé við nærliggjandi bæi sem hundurinn hefði allt eins getað ráðist að ef hann hefði ekki verið stöðvaður.
Sólmundur Sigurðsson, bóndi í Borgargerði, tók hundaárásinni létt þegar Sunnlendingur.is spjallaði við hann í dag og sagði að ekki yrðu eftirmálar af hans hálfu vegna þessa. Fólkið sem átti hundinn varð miður sín en málið var leyst innan húss og lögregla ekki kölluð til. Haninn mun vonandi jafna sig og ég fæ nýja hænu frá fólkinu," sagði Sólmundur í samtali við vefinn.
Sólmundur heldur hænur eingöngu til heimanota en sé horft til þess hlutfalls stofnsins sem hundurinn komst í er skaðinn gríðarlegur. Ég er nú bara með fimm hænur þannig að þessi eina sem drapst samsvarar 20% af bústofninum," segir Sólmundur hlæjandi í samtali við vefinn. Mestar áhyggjur hef ég af því að fá ekki eggin mín því hinar hænurnar eru auðvitað í sjokki."
Sólmundur þakkar fyrir að tengdadóttir hans var heima við. Annars hefði hundurinn klárað hænurnar en þegar hún kom að var hann búinn að drepa eina og byrjaður að tæta í sig hanann," segir Sólmundur.
Þó Sólmundur taki málinu af stillingu eru dæmi um að bændur í Ölfusi séu óhressir og einn þeirra sagði í samtali við Sunnlending.is: Furðulegt að fólk skuli hleypa svona skaðræðisskepnum lausum, þó það sé uppi í sveit."
Eiga hundar almennt ekki heima í sveitum ég á eða átti 3 og +2 er komu til heimsóknar 2-3 í mánuði eða þangað til eigandinn sótti þá, alltaf snéru þeir aftur á búið mitt og létu hænurnar vera haha
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.