Þetta er ekki Asni ? Bara kú !

Það undarlegt með kýr og þekki ég nokkrar skrítnar, Ein var t.d. þannig að ég gat ekki með nokkru móti fóðrað hana fyrr en ég tók eftir því að hún reyndi ávalt að stinga hausnum út á milli rimla í gerðinu og ná því er hafði fallið á jörðina, en snerti ekki við korni né heyi er borið var fyrir hana sem og aðrar kýr er ég átti (Á) í norðuraustur Thailandi. Ég hugsaði málið um stund því kýrin nærðist illa á þessu háttarlagi sínu, og voru góðráð rándýr. Varð ég að fá mér að hugsa mikið hugsaði þangað til, mér datt í huga að taka kúna úr gerðinu og tjóðra hana við tré, sótti svo bala og gaf henni í hann, vitji menn kýrin fór að éta sem aldrei fyrr og tók að braggast heldur betur. Þessi kýr vildi semsagt eingöngu nærast ein, eða með sjálfum sér og látavictorious_cowþjóna sér til jötu. Einn tudda átti ég líka er vitlaus var í alla grænmetis afganga er féllu til en ég ætlaði í geitur og hænsni, vildi hann tómata, ananas, gullrætur, jarðaber, lauk, já afskurð, er ég bjó til salat eða ávaxta drykki mér til heilsubótar í djúsara held samt að tuddinn hafi bragast betur en ég á þessum tíma. Nú berast fréttir af kú enskri er hefur þennan einstaka karakter að þola ekki Breskaverkamannaflokkinn. Kýr þessi er í miklum metum hjá mér, þó svo hún hafi farið manna vilt. Hún átti að sjálfsögðu að ráðast á hrosshausinn Gordon Brown. Legg ég því til að forseti vor sendi menn og smelli svo sem einu stikki orðu á kúna, Því hún hefur greinilega meira vit en Íslenskir stjórnmálamenn, það sýndi hún sannarlega með því að banka innanríkismálaráðherra Bretlands, David Blunkett.

„Ég veit að almenningur er reiður út í stjórnmálamenn en hafði ekki gert mér grein fyrir því að óánægjan hefði einnig náð fótfestu í kúastofnum landsins." sagði Blunkett í samtali við The Guardian. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband