Hefur forvitni homosapians og lífsvilji okkar komið manninum í sjálfsheldu? Svínaflensan af mannavöldum?

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, er nú að rannsaka fullyrðingar ástralsks vísindamanns um aðsto svínaflensuveiran, sem nú hefur breiðst út víða um heim, kunni að hafa orðið til vegna mannlegra tamemistaka þegar verið var að þróa bóluefni gegn inflúensuveiru. Adrian Gibbs tók þátt í rannsóknum sem leiddu til framleiðslu lyfjafyrirtækisins Roche á flensulyfinu Tamiflu en það er bóluefnið er virðist virka sem best á H1N1relansaásamt flensulyfinu Relansa er margir þekkja af eign raun er skæð flensa herjaði á landann. Landlæknir segir í dag að meiri smithæfni sé vegna H1N1 en í „venjulegri“ inflúensu. Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) voru bredslaalls 5.935 í morgun í 31 ríki í heiminum samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB. Þar á meðal eru tvö staðfest tilfelli í Finnlandi og þar með hefur flensan stungið sér niður alls staðar á Norðurlöndum nema á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Staðfest dauðsföllh1n1 vegna inflúensunnar eru orðin 63 talsins, langflest í Mexíkó eða 58. Þrjú dauðsföll eru staðfest í Bandaríkjunum, eitt í Kanada og eitt í Kosta Ríka. Ljóst er að veiran hefur dreifst til nær allra heimsálfa og smit innan landa hefur verið staðfest en ekki í miklu mæli. Flestir hafa greinst í Bandaríkjunum, eða 3.009, en sífellt eru fleiri lönd að bætast í hópinn. þá má lesa meir um þetta á vef landslæknis HÉR 

svalbardEf rétt reynist að flensan sé af manna völdu er það gríðarlegt áfall að við skulu hafa drepið okkur innanfrá ef vírusinn fer á skrið. það er því bráð nauðsynlegt að finna út hvernig það má hafa gerst! Fyrir nokkrum árum fóru t.d. nokkrir vísindamenn norður til Svalbarða til að krukka þar í sífreranum og með það að markmiði að ná sýnum úr fólki er látist hafði úr drepsótt 1918 er spænskuveikin gekk. Talið er að um og yfir fimmtíu milljónir manna hafi látist úr spænskuveikinni. Spænskuveikin er H1N1 vírus ! Í fylgd þessar krukkara var íslensk sjónvarps fréttakona.

Þá er fuglaflensan H5N1 náskyld svínaflensunni H1N1 og má lesa aðra grein um þá pest HÉR 

Þá ráðlegg ég öllum að lesa vef Landlæknis (tenging hér að ofan) Tekk fram að þessi grein er ekki ætlaðu til að hræða einn né neinn. Myndbandi hér að neðan er ekki ætlað fyrir viðkvæma og hefur eingöngu upplýsinga gildi.


mbl.is Svínaflensan af mannavöldum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Smá leiðrétting: Það var spænska veikin sem var tegund H1N1, ekki svartidauði. Einnig er ekki hægt að gefa sér að svínaflensan sé jafn hættuleg og spænska veikin þó hún sé skyld, þetta er ekki sama veikin.

Annars ágætt.

Páll Jónsson, 13.5.2009 kl. 15:07

2 identicon

Svartidauði er reyndar ekki H1N1 vírusinn heldur sýkill að nafni Yersinia pestis.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband