Fugla/Svínaveikin ! Neyðar ástand víða!

h5pdvpa.jpgFyrir langa löngu setti ég inn grein um fuglaveikina nú er hún staðreynd og bráðsmitandi. Sennilega verður þessi vírus verri en Svartidauði !? Hvers vegna stökkbreytti veiran sér núna í svínapest ? Hlekkur í grein 

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hækkaði í kvöld viðbúnaðarstig vegna farsóttarhættu í heiminum, úr 3. stigi í 4. stig. síðan í 5. stig Í því felst að aukin hætta er talin á, að svínaflensufaraldurinn breiðist út og verði að heimsfaraldri.

Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, ákvað að hækka viðbúnaðarstigið eftir fund, sem haldinn var með inflúensusérfræðingum í Genf síðdegis. 

Keiji Fukuda, einn af framkvæmdastjórum WHO, sagði við blaðamenn að hækkun viðbúnaðarstigsins væri vísbending um, að talin væri hætta á að heimsfaraldur inflúensu brytist út en gæfi jafnframt til kynna, að sá faraldur væri ekki hafinn.  Skilgreind viðbúnaðarstig WHO eru sex. 

Fukuda sagði, að á þessu stigi mála væri ekki raunhæft að reyna að hefta útbreiðslu veikinnar með því að loka landamærum vegna þess að inflúensan hefði þegar borist til nokkurra annarra landa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband