
Frú um fimmtugt fer til lýtalæknis til að fá andlitslyftingu. Lýtalæknirinn segir

henni frá nýrri aðferð er heitir Strekktu sjálf©. Aðferðin felist í því að litlum strekkjara er komið fyrir aftan á höfðinu undir hárinu, honum er bara snúið ef þú heldur að það hafi slaknað á andlitinu. Með þessu móti getur þú losnað við að koma aftur og aftur til mín, þetta er líka virkilega hagkvæmt fyrir þig. Konan hugsar sig um í smá stund og segist vilja fá strekkjarann. Fimm árum seinna kemur frúin aftur til lýtalæknisins með þrjú vandamál. Strekkjarinn hefur virkað vel í öll þessi ár. Í hvert skipti sem mér finnst húðin vera slök, sný ég upp á strekkjarann og húðin verður slétt og fögur. En nú er ég komin með rosa poka undir augun plús tvær vörtur er strekkjarinn virðist ekki strekkja.

Lýtalæknirinn skoðar þetta og segir: Þetta eru ekki augnpokar, heldur brjóstin á þér. Nú svarar konan og bætir við ég býst þá við að þetta skýri þá líka hökutoppinn sem ég er komin með.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.