Annar ísbjörn í leit að heilsusamlegu fæði !
16.6.2008 | 14:53
Ætli þessi bangsi verði ekki aflífaður eins og sá fyrri, ef satt er að annar sé komin á land í leit að heilsusamlegu jurtafæði eins og reyndist vera með frænda hans, hann hafði aðeins etið trefjaríkt heilsufæði úr íslenskri náttúru og sennilega bara í heilsubótarheimsókn enda var hann í góðum holdum að sögn. Gæti verið að hann hafi heyrt af landi ekki langt undan er kennt væri við ís, enda bráðnar ísinn hratt á norðurhjaranum og þrengir það mjög að heimkynnum hvítabjarnarins. Hann hefur lagt á sig langt ferðalag er það kemur í ljós að þetta eru orðin tóm, hér eru bara óvinveittir tvífætlingar er víla ekki fyrir sér að murka lífið úr hvítum böngsum er sækja hingað í kraftmikið jurtafæði. Ekki ráðlegt að koma til Íslands í jurtafæði eða eggjaveislu fyrir Björn Bjarnarson !
Banvænar Íslandsferðir hjá böngsum
Grunur um annan ísbjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hahahaha gott blogg..... engan veigin óhætt ad leggja afstad i íslands ferdir hahah
natalie (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.