MONSOON SEASON Regn, rigning og endalausar þrumur + hávaði

blogbanner

Ég vaknaði við ægilega sprengingu í morgun og hélt að það væri hryðjuverk í gangi :) enda ekki vel rain2vaknaður, svo kom önnur og önnur. Kallinn út á svalir, hef sjaldan séð annað eins nema er ég bjó í Arizona, þar gat þetta orðið mjög geggjað en stóð stutt yfir. Hér aftur á móti er þetta búið að standa í ca. sexregn1tíma og loksins farið að draga úr þessu, rignir smá ennþá en þrumur og eldingar hættar, kominn tími á það enda klukkan að verða þrjú eftir hádegi. Svona verður þetta fram í sept, okt. Vaninn er að þetta standi mjög stutt í einu og þá helst á nóttunni sem er hið besta mál. Það er nefnilega mjög skítt fyrir ferðalanginn að þurfa að hanga heima eða á bar þegar veður guðirnir láta illa, 1. mín úti við og þá ertu gegnblautur innan sem utan ! Ég var einhvern tímann í fyrra að reka erindi á mótorhjólinu er svona veður skall skyndilega á. Var ekki annað að gera en stoppa því maður sá ekkert og hlaupa inn á næsta hótel, það endaði bara á einn veg; fór á barinn og hitti þar fullt af veðurtepptu fólki. Viti menn, sumt að þessu fólki er enn í bandi við mig og góðir vinir :) Jari..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar, ertu enn með sama símanúmer og þú varst með. Ef ekki sendu mér þá það nýja. Kveðja Óskar

Oskar Oskarsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

hæhæ rakst inn á síðuna þína á bloggrúntinum, þú ert skemmtilegur bloggari hahaha gaman að lesa og fær mann til að brosa  kveðja frá Ísafirði

Sigrún Sigurðardóttir, 12.6.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband