Óöld í Bangkok Myndir og skelfing!

Nú virðist sem mótmælin séu að færast út á landsbyggðina og eru stjórnarbyggingar helsta skotmark mótmælanda, Útgöngu bann hefur verið sett á í Bankok frá klukkan 20 til o6 í fyrra málið er hætt við að margir verði af flugi sínu þótt svo sjórnvöld segi annað en mest er flogið á kvöldin og nóttunni frá Bangkok.

1 

Nú er búið að rjúfa allt venjulegt sjónvarp og er bara útvarpað stjórnar tilkynningum sem og áróðri ! þá er Tv Asia (News Asia) er sendir út frá Singapure rugluð og ekki á horfandi fyrir truflunum stjórnvalda, en sú stöð hefur flutt gleggsta mynd af atburðum líðandi daga. Þá vekur það athygli mína að stjórnar andstæðingum er safnað saman á fótboltavang er minnir óneitanlega á Argentínu og eða Chile undir stjórn herforingjana, þá hefur það einnig gerst hér að fólk hverfur sporlaust og finnst ekki aftur. Merkilegt er að stjórnvöld auglýsa að fólk af landsbyggðinni ( mótmælendur) skuli koma á fótboltaleikvanginn og þar fái það far til síns heima, en sagt er að þeir sem þangað koma séu umsvifalaust hnepptir í varðhald og lokað inni á vellinum.

16 

 Það er ljóst að fólki stendur ekki á sama og er hrætt við að hér sé að brjótast út hatröm borgarastyrjöld og það landi bros fólksins. Þá má geta þess að flest hótel standa nú allt af því auð og mörg sendiráð eru lokuð þar á meðal sendiráð bandaríkjanna en þar á bæ kalla menn ekki allt ömmu sína. Það er eftir tektar vert hvað margir erlendir fréttamenn eru skotnir hér bara eins og þeir séu sérlega vinsæl skotmörk, en herinn segir að hann sé ekki að skjóta á frétta menn !??! það er nú svo að hann er sá aðili er hver flest og bestu vopnin hefur, annað er mest megnis baunabyssur og flugeldar, trúi hver sem vill, Staðreyndin er nú sú að það ríkir algjört frétta bann og engin má tjá sig, mönnu er skipað að halda sig heima.

Þá er búið að lýsa yfir Banka frí-i næstu tvo daga í það minnsta, nokkuð skondið að kalla þetta ''bank holidays'' í miðju stríði, því stríð eða borgara styrjöld er þetta og ekkert annað, en svona er nú bros fólkið. 

Myndir frá Bangkok Smella HÉR!  

Ég vara sterklega við sumum myndanna ! en þær eru alls ekki við hæfi allra enda sýna þær hörmungar og látið fólk!

Meira síðar og mun reyna að senda inn myndir og fréttir á http://www.sezar.co.cc/showgallery.php/cat/600 eftir því sem færi gefst.

 eða hér http://www.sezar.co.cc/

  Slóð í forsíðu og fleiri greinar: HÉR  ! 


mbl.is Kveikt í byggingum í Bangkok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband