Ekki sama Thailand og áður var...

Lífið í Thailandi er heldur rólegra, en þó eru skærur hist og her,  útgöngu bann er í gildi fram á laugardag í 24 héruðum landsins frá 21.00 til 05.00 að morgni, hefur það gríðarleg áhrif, ekki sést kjaftur á ferð allt er meira eða minna myrkvað, staðir er ljómuðu fullir af fólki eru horfnir, það er þögn í skemmti borginni Pattya. Verslanir, barir veitingahús, allt er lokað eftir kl:20 og ekkert að hafa ef maður gleymir að versla yfir miðjan daginn, ég fór á markaðinn áðan eða rétt um hádegið hér þar var ekkert að hafa markaður tómur og fáir á ferli, fólk er graf alvarlegt á svipinn og brosið er horfið úr andlitum þessa glaðværa sí brosandi fólks. Hvað hefur eiginlega gerst í Tæland?

Bangkok-we-do-not-know

Fólk er hrætt við framtíðina og veit ekki hvað liggur fyrir morgundeginum. Tælendingar bara skilja ekki að svona nokkuð geti gerst, Tælendingar berjast ekki innbyrðis, það er það bara ekki leyfilegt í huga þeirra né má hernum vera beit gegn Tælendingum það stendur víst í stjórnar skrá þeirra.

Ef litið er á atburðina hér síðustu daga þá sést að leyniskyttur hersins skutu til að drepa ávalt með höfuð skoti og voru menn skotnir af löngu færi með öflugum rifflum.

Þá voru mótmælendur eining drepni í Búdda hofi í Bangkok, þar sem þeir leituðu griða,  bendir hver á annan en ljóst að mótmælendur voru ekki að myrða sitt eigið fólk.

264

Þær vopna byrðir er stjórnvöld eru að sýna í sjónvarpi og segjast hafa fundið hjá mótmælendum eru hjákátleg vopn teygjubyssur og gamalt drasl ásamt flugeldum og púðurkerlingum, það eru vopnin er mótmælendur börðust með við nýtísku vopn Tælenska hersins og máttu sín einskins er herinn hóf skothríð að skipun stjórnvalda.

Thailands-broken-heart 
Abhisit and the military have won the battle, but they have not won the war, they say.

Tælenski herinn er búin öllum helstu nýtísku vopnum Bandaríkjamanna sem einnig eru ráðgjafar Tælenska hersins, hvers má bláfátækur mótmælandi gegn slíku ofurvaldi? Þá er hér í gildi frétta bann og þær fréttir sem fluttar eru matreiddar ofan í almenning, þá hafa erlendar sjónvarpstöðvar verið mjög snjóugar eða ruglaðar á stundum og Internetið afar slitrót.

Hér eru fáir ferðamenn eftir á Pattya svæðinu, þeir sem en eru hér eru á heimleið og óljóst hvort þeir snú aftur í bráð.

Forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva segir í sjónvarpi að búið sé að koma á ró í flestum lands hlutum og verði mótmælin rannsökuð til hlítar.

Þetta sagði hann orð rétt á Ensku:

Abhisit VejjajivaPrime Minister Abhisit Vejjajiva says on pooled TV it is time for the country to embark on a reconciliation process. 

He plans to lift security-related restrictions in the medium terms after implementing rehabilitation measures.

The government has restored order in Bangkok and provinces in Thailand, will continue with the 5-point plan outlined earlier.

We will allow the due process of law to operate and use our parliamentary democracy to resolve the problems with the participation of all group.

He also said the plan will also include an independent investigation of all the events that took place during the protest.

He said the government "has every intention of moving the country forward, restore order, make sure that our recovery is well on track and that we will do so in a transparent manner."

He was committed to national reconciliation but made no offer of fresh elections, two days after troops quelled the worst political violence in modern Thai history

Hann lofar engu um kosningar eða segir í raun ekki neitt og það eftir verstu pólitísku átökin í sögu Tælands, það komu bara klisjur enda talið að forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva fá einna helst að snýta rauðu fyrir atburðina, hann verði blóraböggullinn, ekki kjósendur er mótmæltu ekki herinn er skaut sem óður væri að skipun forsætisráðherrans Abhisit Vejjajiva, Já það verður víst einhver að gjalda fyrir blóðbaðið enda hafa stjórnvöld tapað stríðinu, landið er klofið í herðar niður og í raun í þrjá parta, fólk er öskrandi reitt og en eru skærur í norður og norðaustur Tælandi, þá er talin mikil hætta á að að nú breytist mótmæla aldan í skæruhernað skemmdarverka starfsemi gegn stjórnarbyggingum, bönkum og allt það er minnir á kerfiskarlana og yfirstéttina í Bangkok, næsta skrefið er því miður sennilega ''gorilla warfare'' með öllum þeim skelfingum er slíkum hernaði fylgir.

Ekki má gleyma óstöðuleikanum í suður Tælandi þar sem múslímar sprengja og myrða lögreglu menn reglulega og er ekkert lát á aðgerðum múslima gegn Tælensku ríkisstjórninni þó mynna fari fyrir fréttum af þeim vegna annar ótíðinda hér í Tælandi.

Motorcycle-bomb 

''Shooting at civilians taking refuge in a temple would be seen as particularly reprehensible in a country that is 95-per-cent Buddhist''!

7
Það er mál fyrir mig að halda heim á leið og það með fyrstu vor skipum.
7-11
P.S. ég gleymi aðal brandaranum hér eru 7-11 búðir á hverju horni sem reyndar eru opnar að venju 24.tíma, nú er mig bar að einni þeirra í fyrradag var búið að líma dagblöð fyrir alla glugga, er ég spurði hverju þetta sætti og af hverju þeir límdu svona fyrir gluggana, var svarið einfalt, Við gerum þetta til að forðast að búðin sé rænd, ef þeir sjá ekki inn þá ræna þeir ekki búðina...
Hum hugsaði ég þessar búðir eru allar eins og allar með sömu vöruna hvað er það er heldur aftur af þeim þótt þeir sjái ekki inn ? Ef þetta er rétt þá er þetta sennilega lang ódýrasta þjófavörn sem til er og mál að hefja blaðasölu hið snarasta...

Fyrir þá er vilja skoða myndir er mikið af myndum frá liðnum dögum > hér < og verður sett meira inn eftir því sem þær berast og netið færist í eðlilegt horf.  

þá er ætlunin að færa þennan server til Usa til að laga hraðann og uppi tíma en erfitt er að halda sambandi opnu eins og mál standa.

Sjá Myndir frá átökum í Thailandi hér aðrar myndir síðan hér á aðalsíðu!   

Slóð í forsíðu og fleiri greinar: HÉR  ! 


mbl.is Reiði í landi brosanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband