BellBoy, Össur Skarphéðinsson...

Það eru einhverjir aðrir sem geta borið töskurnar fyrir hann, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

bell-boy

Ekki veit ég til þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi nokkurn tímann borið tösku eða töskur fyrir forseta Íslands, hvað þá forseta frúna Dorrit Moussaieff, Spurning hvort Össur Skarphéðinsson kunni sig yfir höfuð, enda yfirlýsingar hans ógeðfeldar með öllu.

Það er bara eins og sitjandi ríkisstjórn sé saman safn af smákrökkum yfirfullum af frekju, enda hegðun og orðbragð með ólíkindum. Þannig kemur bara fólk ekki fram við kjörinn þjóðhöfðingja Íslensku þjóðarinnar né frú hans, en þarna kemur innrætið og virðingarleysið er sitjandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson ber fyrir þjóðhöfðingjanum berlega í ljós og ekki við hæfi stjórnarliða hvað þá utanríkisráðherra.

Hafðu skömm fyrir Össur Skarphéðinsson.  

Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar er með í för þótt heimsóknin hafi verið ákveðin fyrir nærri ári og verið skipulögð í samráði forsetans og ríkisstjórnarinnar.

Össur sagði ástæðuna fyrir því að hann hefði ekki farið með væri vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars að synja Icesave-lögunum staðfestingar.

Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR  ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Er ekki gert ráð fyrir almennri kurteisi - svona yfirleitt? 

Bara niðri í þingi; háttvirtir og hæstvirtir...
Þvílíkur þroskajötunn sem vinnur fyrir okkur.
Væri hann krakki í minni umsjá, fengi hann sko tiltal!

Eygló, 14.1.2010 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband