Rústabjörgunarsveitin

Ég get ekki annað en viðurkennt að það er langt síðan að ég hef verið stoltur af því að vera Íslendingur. Í gær kvöldi gerðist það, ég varð yfir fullur af stolti yfir þjóð minni, það að sjá Kötlu TF-FIV á flugvellinum í Port-au-Prince Haítí var og verður ógleymanlega sjón, sérlega þegar þulur Fox News fréttastöðvarinnar sagði að þetta væri fyrsta stóra flugvélin er lent hefði og hún væri komin alla leið frá Íslandi með sérhæfða björgunarmenn. Bara það að við getum hjálpað öðrum á ögurstundu sýnir hverskonar þjóð við erum og hvernig við erum innrætt, Össur Skarphéðinsson á ekki að nota hörmunguarnar sér til framdráttar eins og hann reynir með yfirlýsingum sínum, það er sama hver hefði verið í stól utanríkisráðherra sama ákvörðun hefði verin tekin, allt annað hefði verið hneisa fyrir þjóðina fyrst hún gat og menn vildu fara til bjargar, það vissu Össur og Jóhanna er reyna að hefja sig í guða tölu með því að gefa leyfi á förina. Ógeðfellt og skyggir á annars gott verk.

Ég vona að þjóðin leggist nú á eitt og gefi eitt, tvö, eða þrjú símtöl til styrktar Haítí það fólk þarf svo sannarlega á því að halda að fá hjálp í þessum ógurlegu náttúru hamförum.

Rauði kross Íslands hefur opnað fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 vegna jarðskjálftans. Þegar hringt er í númerið bætast 1.500 kr. við á næsta símreikningi.

Hér er svo mynd af vélinni og má geta þess að hún er en í eigu þjóðarinnar, ekki ríkisstjórnarinnar og hún hefði átt að bera kall-merkið Ice-save af öllu gamni slepptu.

katla

Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR  !     


mbl.is Sáu mikla eyðileggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband