Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

MONSOON SEASON Regn, rigning og endalausar þrumur + hávaði

blogbanner

Ég vaknaði við ægilega sprengingu í morgun og hélt að það væri hryðjuverk í gangi :) enda ekki vel rain2vaknaður, svo kom önnur og önnur. Kallinn út á svalir, hef sjaldan séð annað eins nema er ég bjó í Arizona, þar gat þetta orðið mjög geggjað en stóð stutt yfir. Hér aftur á móti er þetta búið að standa í ca. sexregn1tíma og loksins farið að draga úr þessu, rignir smá ennþá en þrumur og eldingar hættar, kominn tími á það enda klukkan að verða þrjú eftir hádegi. Svona verður þetta fram í sept, okt. Vaninn er að þetta standi mjög stutt í einu og þá helst á nóttunni sem er hið besta mál. Það er nefnilega mjög skítt fyrir ferðalanginn að þurfa að hanga heima eða á bar þegar veður guðirnir láta illa, 1. mín úti við og þá ertu gegnblautur innan sem utan ! Ég var einhvern tímann í fyrra að reka erindi á mótorhjólinu er svona veður skall skyndilega á. Var ekki annað að gera en stoppa því maður sá ekkert og hlaupa inn á næsta hótel, það endaði bara á einn veg; fór á barinn og hitti þar fullt af veðurtepptu fólki. Viti menn, sumt að þessu fólki er enn í bandi við mig og góðir vinir :) Jari..


Fyrrverandi Kellan hún Vee og búið í Korat Thailandi

Mynniskortið í símanum mínum hefur ekki virkað síðan í fyrra vor og ég hélt að allar myndirnar + skeytin (sms) væru ónýt-ar. Reif kortið upp í dag og stakk því í tölvuna, viti menn náði nokkrum myndum og slatta af sms-um og má sjá myndirnar hér fyrir neðan, veit ekki hvort ég nái að gera við fleiri? Kemur bara í ljós síðar, þá hoppa þær á netið líka..

Sagan:
Er ég kom þarna fyrst var svo sem ekki mikið í gangi nema ávaxtarækt er gamla seldi á laplaya1markaðnum og smá fiskirækt. Mér líkaði ákaflega vel þarna enda mikið blómahaf út um allt, minnti hreinlega á Eden nema þaklaust. Ég spurði hana hvort ekki væri hægt að gera eitthvað meira þarna sagði hún að sig langaði í geitur, það væri peningur í því. OK, keyptar geitur og áður en ég vissi af voru þær hátt í 60 minnir mig, allt vindur þetta upp á sig. Þessar geitur voru bráðskemmtilegar, eltu mann t.d eins og hundar gera, einfalt að rækta þær enda nóg land til. Leið nú fram á sumar, þá fékk mín þá flugu í kollinn að það væri betra að rækta beljur og ég keypti belju-rrr. Þá kom í ljós að beljurimage_115og geitur fóru ekki saman í ræktun, beljurnar brjálaðar er þær sáu geit og hreinlega réðust á þær. Geiturnar seldar! og ég fjárfesti í fleiri beljum og tuddum. Arg, hún hafði verið mér góð svona flesta daga en er fór að minnka í buddunni þá versnaði skapið, ég gat lítið gert enda faðir minn alvarlega veikur. Ég með rútunni til Phattya, leið nú og beið, var í stöðugu sambandi við köttinn og endaði á að snúa heim aftur til KoRaT. Er ég mætti sá ég að hún hafði heldur betur tekið til hendinni snarsnúið húsinu, byggt nýtt eldhús og frábært klósett + sturtuaðstöðu. Ég hafði reyndar sent henni alla þá aura er ég gat og var á barmi örvæntingar, átti bara ekki krónu til að lifa af. OK, átti image_136góða daga þarna í einhvern tíma, þá skipti hún aftur um persónu og ég með rútunni til Pattaya. Held að hún innihaldi þrjár persónur; 1 sem er mjög blíð og góð, 1 sem er með allt á hornum sér en staldrar stutt við í hvert sinn og 1 sem er hreinlega geggjuð og getur verið lengi á svæðinu. Það furðulega við þetta er að hún gerir sér fyllilega grein fyrir þessu og lét mig stundum vita að nú væri gott að ég færi í göngutúr eða út að keyra. Ekki mátti orða að hún færi til læknis. Sá hana ekki í fleiri mánuði eftir þennan viðskilnað og saknaði búsins og KoRaT mjög, hún var samt í 001_009símasambandi annað slagið og allt í einu komu boð um að ég ætti að koma heim. NEI, sagði ég og liðu þá einhverjar 3 vikur þangað til ég fór uppeftir enda kom hún og sótti mig + allt mitt drasl. Í þetta sinn var ég heima í rúmlega hálft ár, þá sauð uppúr og ég til Pattya á inniskónum, sá ekki fötin mín í 2 mánuði og fékk bara hluta af þeim aftur. Veit ekki af hverju hún er að geyma restina, hulin ráðgáta ? Nema hvað, ég hef ekki farið upp eftir í rúmt ár en hef hitt hana nokkrum sinnum hér í Pattaya og reyndar séð hana tilsýndar mun oftar.... Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir tímar hjá mér eða síðustu 3 ár. Held þó að það hafi bara hert mig og kennt mér á fólk og innræti þess, sér í lagi hvernig fjsk... hefur komið fram eftir lát föður míns. Einar B. hér er hlekkur í myndir / photos: Sveittar Sveitamyndir!

Hvað um það, framundan er betra líf og gott að geta lifað því lifandi !

You will work hard, eat hard, travel hard, and I Will enjoy life ! Cool

Adiós y hasta la vista, con buena suerte hasta usted Copra Serpiente Wphawadee.  

Korat weather
Click for Nakhon Ratchasima, Thailand Forecast


Enn um Thai

Það er alveg stórfurðulegt hvað maður dettur um hér í Siam. Fyrst datt ég um Miranda appelsín, Mirandaman einhver eftir því ? Næst datt ég um Krakus Bláber í krukku með sírópi, með hana heim og eldaði þennan líka fína hrísgrjónagraut en mér til furðu blaber1voru Thailendingarnir vitlausir í hann "haha" bæði heitan sem kaldan, varð að senda eftir annarri krukku af bláberjum. Mikið gaman að elda ef fólki líkar, þó svo ég sé drullulasinn, en það lagast áður en ég gifti mig. Ef ekki, verður ekkert gift sig, enda engin boðið mér upp í dans svo ég muni Tounge!


Pattaya er Tælandi !

patPattaya (พัทยา) eða Phattaya er borg á austurströnd Tælands og stendur við Thai flóann (The Golf of Thailand) í héraði er kallast Chonburi, ca.170 km fjarlægð suðaustur af  Bangkok og ca 2.5  til 3 tíma akstri frá alþjóðaflugvellinum sem er splunkunýr. Þetta er einn af stærstu ferðamannabæjum í Tælandi , með nokkrar milljónir gesta í heimsókn hvert ár.

 Ferðamenn heimsækja borgina út af mörgum ástæðum, svo sem frábærum golfvöllum að meðtöldum lúxus hótelum, Condóum, ótrúlegum ströndum, aðdráttarafli skemmtigarða, hér á engum að leiðast. Fólkið er ótrúlega vingjarnlegt og ávallt brosandi. Þá er verðlag mjög hagstætt,en hefur farið hækkandi, sérlega eldsneyti og matvara. Þá er gífurleg fjölbreytni í matargerð enda má finna veitingahús allstaðar frá í heiminum með hagstæðu verði miðað við Evrópu og víðar er gefur góða ástæðu til dvalar hér. Hvað þá að hingað koma líka margir til tannlækninga.  wst

Aðrir koma hingað vegna hins víðfræga næturlífs, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi ! Giftir sem ógiftir.

 kafarAlmenningssamgöngur eru frábærar og hægt að komast borgina á enda milli fyrir smá aura, með svo kölluðum batt bílum en þeir eru í þúsundavís á ferðinni ca 20kr á flestum leiðum en ef þú leigir hann til eigin nota þá um ca 200.kr, stoppar hann hvergi fyrr en á leiðarenda. Einnig má leigja Vespur 125cc fyrir um 5000 til 6000.kr á mánuði. Þeir sem koma til lengri tíma velja þó oft að kaupa Vespu eða stærri hjól enda má losna við þau á hagstæðu verði er að heimkomu líður. Ég hef sagt það áður, þetta er magnað land og ákaflega fallegt. Jari. Police


Sauðir á ísbjarnarveiðum með leyfi ráðherra

Að löggan á Króknum fái leyfi ráðherra til að skjóta Bjössa Bangsason er út í hött.  Vesalings ráðherrann gefur leyfi vegna að hún finnur ekki dýralækni í símaskránni með svæfingarlyf (legg til að þeir skrái sig svona: "Dýralæknir er rotar hvað sem er") enda ku hún hafa fengið hland fyrir hjartað og misst niðrum sig. Geta allir orðið ráðherrar í dag? Hélt að það væri kostur að hafa smá greind þó ekki næði hún meðalmanninum. Það eru til deyfingarlyf á landinu, margur dýralæknirinn á þetta til deyfingar á hrossum er þurfa á aðhlynningu að halda, svo ekki sé minnst á íturvaxna ráðherra er flytja þarf inn við sundin bláu. Er hreinlega orðavant og þó ég segi sveiattan fyrir að bjossi-bdrepa SAUÐMEINLAUST dýrið. E. Bjössi Bragason

Pirraður furðufugl ég.

Ég var eitthvað leiður í gær og rauk á hjólið, nema ég steinlá og brákaði á mér vinstri skankann, hélt að hann væri brotinn í byrjun og nú er ég allur límdur saman. Illt í rassinum og baki....haha  Gott á mig; á ekki að láta pirrurnar fara með mig, það kemur bara í bakkið á mér Crying  og afturenda ! Takk Beggi fyrir að senda mér aurinn og vona að þú náir þér flj, sakna þín vinur ! Jari halti...
P.s sér varla á hjólinu nema afturljósið er brotið enda fór ég heilan kollhnís á því hahaha hvernig sem ég fór af því....;

Halló Halló þú!

Fann loksins flugmiða er var virkur og gilti breytt. Ég var að hugsa um að rjúka heim til að passa Dröfnina mína en eftir að hafa hugsað mikið og meira komst ég að því að það væri tóm vitleysa. OK, IMG_0021gott og vel, það er hugsað vel um hana enda móðirin ósköp góð við hana. Hún lét mig vita að allt væri í lagi með þær nema húsið væri mjög sprungið og skemmt. Það er fyrir mestu að allir séu heilir á skjálftasvæðinu. Guð geymi ykkur.  Jari ! !

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband