Skúrkur ársins. Það var úr mörgum að velja þegar kom að vali á skúrki ársins en einn stóð uppúr.
30.12.2009 | 03:22
Skúrkur ársins í mínum huga er mannleysan Svavar Gestsson er klárlega mun vera sá skúrkur þjóðarinnar er hvað mest ærulaus er, enda eru en að koma í ljós stórfurðulegir gjörningar er hann virðis vera viðriðin.
Steingrímur lýsti efasemdum um það sem kemur fram í bréfi lögfræðistofunnar Mishcon de Reya að Svavar hafi viljað halda tilteknum gögnum leyndum fyrir Össuri, yfirmanni sínum. Að þrautreyndur embættismaður og sendiherra, sem væntanlega kann þá grundvallarreglu að ráðherra eigi að sjá allt sem skiptir máli, hafi farið að óska eftir slíku. Ég á afar erfitt með að trúa því," sagði Steingrímur en sagðist engin gögn hafa í höndum um þetta.
Steingrímur J er en við sama heygarðshornið og ver vin sinn mannleysuna Svavar Gestsson fram í rauðan dauðan enda af sama sauðahúsinu.
Allt þetta Icesave mál verður sífellt furðulegra, og er vonlaust að trúa einu orði er frá Steingrími J kemur enda maðurinn einn mesti lygari Íslandssögunar. Ég velti því fyrir mér hvað ósanninda skúrkurinn notar eiginlega til að halda tungu sinni frá því að verða kolsvört og nef hans vaxi í það óendanlega ?
Hér er greinilega einhver svartigaldur í gangi.
Það er ljóst að ekki verður mikið eftir af þjóð okkar ef Icesave ruglið verður samþykkt og ljóst að þjóðin mun að öllum líkindum tapa sjálfstæði sínu og getu til að vera þjóð meðal þjóða.
Það er uppúr stendur er að Svavar Gestsson er Íslands skúrkurinn, Steingrímur J ósanninda maðurinn og forsætisráðherra þjóðar okkar, Jóhanna Sigurðardóttir er einræðisherra. Aldrei hefur annar forsætisráðherra sýnt aðra eins tilburði til einræðis með endalausum hótunum og baktjaldamakki að það hálfa væri nóg.
Ekki það að það hafi skilað nokkrum árangri til bættra lífskjara til handa íbúum þessa lands, það hefur allt verið á hinn vegin, algjört stjórnleysi ásamt getuleysi. Nú er þannig komið að heimili landsmann eru að niðurlotum komin, landsflótti skollinn á sem aldrei fyrr, enda hótunarstjóri ríkisins upptekkin við að taka í höndina á sjálfri sér og þakkar sjálfri sér í tíma og ótíma fyrir vel unnin störf.
Ég ætla rétt að vona að þingmenn felli óhæfu verk Svavars Gestssonar er hann færði þjóðinni brosandi útundir eyru, þingmenn verða að senda frumvarpið þangað er það á heima, sem sagt á hauganna ásamt manninum sjálfum er páraði undirskrift sína undir óhæfuna og rauk í sumarfrí.
Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR !
Það bara tekur því ekki að nefna Þráinn Bertelson enda kjarklaus þingflokkslaus maður er fer sem skugginn af sjálfum sér með veggjum.
Steingrímur segist trúa Össuri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert alveg makalaus, Einar B. Þakka þér skemmtunina!
Jón Valur Jensson, 30.12.2009 kl. 05:17
Skemmtilegar myndir en skemmir kannski fyrir hversu mikil sögufölsun hér er á ferð. Þó við viljum þá eru það TVEIR flokkar sem bera ábyrgð á öllu þessu og því má aldrei gleyma. Á 18 árum settu Sjálfstæðismenn okkur á hausinn.
sigurður (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 08:09
Það mætti halda að þú værir í eynhverjum sértrúarsöfnuði.Hlustar sennilega með augunum-horfir með eyrunum og talar með afturendanum.
Bent Russel (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 08:41
Bent þú leggur skemmtilega af þér !
Einar B Bragason , 30.12.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.