Bretar sýna Íslendingum hernaðarmátt sinn og nota Keflavíkurflugvöll til þess með leyfi utanríkisráðherra!
21.12.2009 | 00:02
Það er hneisa og niðurlæging fyrir land og þjóð að Utanríkisráðherra Íslands skuli ekki banna aðgengi Breta að lendingum á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur er ekki eign Nato né Breta heldur Íslendinga og Íslendinga eingöngu, þess vegna er það heigulsháttur Utanríkisráðherra og hreinn undirlægju tepruskapur að leifa Bretum að fara fram eins og þeir vilja í Kef.
Rúmlega 50 flugvélar á vegum breska hersins hafa nýtt sér aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli frá því Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi líktu margir því við beina stríðsyfirlýsingu.
Bresk stjórnvöld hafa enn ekki upplýst hvers vegna þessum lögum var beitt gegn annarri Nató þjóð.
Bretar hafa einnig hótað Íslendingum efnahagsþvingunum vegna Icesave málsins og talaði fjármálaráðherra Steingrímur Jóhann um grímulausar hótanir í því sambandi á Alþingi fyrir nokkrum dögum.
En er það eðlilegt að Íslendingar haldi áfram að þjónusta breskar herflugvélar og stríðstól eins og ekkert hafi í skorist? Ég krefst þess fyrir hönd þjóðarstolts Íslendinga að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra taki sig saman í andlitinu og banni allfarið lendingar breskra herflugvéla á Íslandi og heimsóknir Breskra herskipa. Það er nauðsyn að vekja athygli á framferði Breta og Hollendinga gagnavart smáþjóðinni Íslandi, það gerum við best með að banna lendingar og komur stríðstóla þeirra til Íslands.
Össur segir í viðtali við Vísi, Við erum aðilar að Nató. Bretar eru líka aðilar að Nató. Við höfum reyndar notað Nató til að mótmæla harkalega framferði Beta gagnvart okkur en á meðan þetta er gert í krafti alþjóðlegra samninga þá hugsa ég að það sé ekki óeðlilegt," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Mótmæli utanríkisráðherra hafa hingað til verið eins og hjá manni er kastar af sér vatni og það upp í vindinn, gerir ekkert nema það eitt, að hann útatar sjálfan sig fyrir máttleysisleg vinnubrögð og framkomu.
Kynlífsfræðingurinn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á ekki bara að sitja og hugsa, hann á að framkvæma, ég bara spyr hvar væri landhelgin okkar ef Einar Ágústsson f.v. utanríkisráðherra hefði bara setið hugsað ? Nei það er ljóst að maðurinn Össur Skarphéðinsson er ekki starfi sínu vaxin, né hefur hann getu til að gæta að hagsmunum þjóðarinnar hvað þá velferð...
Þá má ekki gleyma því að Breta ótuktin á harma að hefna frá þorskastríðs árunum.
Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR !
Upplýsingar visir.is, Alþingi,.mynd er breytt mynd og á sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.