Skatt Grímur genginn af göflunum !?!
20.12.2009 | 03:27
Hvert ætlar Steingrímur Jóhann með þjóðina ? Norður og niður?
Samkvæmt núgildandi lögum hækkar persónuafsláttur til samræmis við breytingar á neysluverðsvísitölu. Þetta ákvæði kom inn í lögin árið 2007. Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að þessi tenging við verðbólgu verði afnumin.
Margir af þeim sem komu fyrir efnahags- og skattanefnd gerðu athugasemdir við afnám vísitölubindingar persónuafsláttar við neysluverð og á það var bent að kaupmáttur almenns launafólks hefði lækkað í kjölfar verðbólgu. Áhrif þessara breytinga væri enn meiri því að í frumvarpinu væri fallið frá hækkun persónuafsláttarins árin 2010 og 2011 samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða í tekjuskattslögum.
Það eru skemmtilegar jólagjafirnar er streyma frá ríkisstjórninni þessa dagana, nú á endanlega að ganga frá heimilum landsmanna með ofur sköttum og pyntingum.
Það verður að færa þennan mann Steingrím Jóhann Sigfússon í bönd nú þegar, ef þjóðin lætur þennan mann vaða upp öllu lengur er þjóð vor dauð!
Ég mynni á að ráðherrar hafa verið settir af fyrir smærri röskun á skattgleði, en Steingrímur Jóhann er haldin greinilegri skatta-þráhyggju og legg ég til að honum verði einfaldlega týnt í fjasi og þrasi dagsins.
Fyrir þennan mann verða eingin fundarlaun hvorki skattlaus né skattskyld, hvað þá nokkur eftirgrennslan, þjóðin hefur fengið nóg að því skattaofstækisrugli er fram streymir úr tanngarði þessa vitgranna manns.
Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR !
Þrepin tengd við launavísitölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margs konar skoðanir búa í misjöfnu fólki og langt frá að við séum sammála um landsfeðurna
Hvað veist þú sem sumum okkar hinna yfirsést; komum ekki auga á?
Hvað gæti t.d. SJS gert, svona einn og sér? Einræði, eða?
Hvaða ráðherrar hafa verið settir af vegna geðsjúkdóma?
(það hafa þá allavega ekki allir þurfandi notið þeirrar verndar)
"Fyrir þennan mann verða eingin fundarlaun né nokkur eftirgrennslan..."
Ég vildi að Almættið stýrði því svo að SJS væri sá vitgrennsti sem landi voru stýrir.... þá væri ýmislegt öðru vísi.
Ég er reyndar ekki svo gáfuð að geta dæmt annarra greind, svona úr fjarlægð
Eygló, 20.12.2009 kl. 03:42
Af verkum þeirra skaltu þekkja þá. Var ekki Jónas fluttur inn við sundin blá þó hann hafi nú kannski ekki verið settur af, en þangað liggur beinn og breiður vegur fyrir Steingrím Jóhann. Einræði er vont, hér á að setja á þjóðstjórn valinkunnra manna! Ekki það ég held einnig að Jóhanna Sigurðardóttir sé veruleika fyrt er kemur að Icesave og ESB.
Hafðu það sem allra best...
KV. Einar B.B.
Einar B Bragason , 20.12.2009 kl. 04:17
Væri ekki nær að greindarvísitölutengja þrepin?
Óskar Guðjóns (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 06:02
Þú ættir að tala varlega um geðsjúkdóma. Manni dettur ýmislegt í hug við að lesa þessa steypu.
Sigurður Sveinsson, 20.12.2009 kl. 07:26
Já sannleikanum er hver sárreiðastur ekki satt? En hér er ágætis greindar próf fyrir þig Sigurður Sveinsson sem og aðra Vinstri Grama: IQ próf
Lifðu heill...
Einar B Bragason , 20.12.2009 kl. 08:41
Það var agnúast út í Geir og Solveigu, nú þessa stjórnvaldastarfsmenn.
Hvað getur lítill hópur fólks gert mikið á skömmum tíma til að að bæta úr því sem heil eða hálf þjóðin hefur dritað í áratugi?
Gefum fólki tækifæri að vinna fyrir okkur, ekki gerum við það,eða?
Veit ekki hvað þú starfar, en get ímyndað mér að það sé ekki hvetjandi fyrir t.d. smið að hafa skilningssljóa húseigendurna stöðugt á hælunum sem vældu að ekkert gengi.
Eygló, 20.12.2009 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.