Kalla ekki allt ömmu sína - nema þá helst Jóhönnu !
30.10.2009 | 10:03
Það er ótrúlegur sannleikur í skrifum þeirra AMX manna og virkilega gaman að lesa greinar þeirra, enda hitta þeir ótrúlega oft naglann á höfuðið. Hér er til dæmis ein grein sem engin ætti að láta framhjá sér fara, enda lýsir hún tepruskap stjórnarherranna réttilega.
Hér kemur greinin:
Þeir hafa fylgst með þjóðmálum lengi og kalla ekki allt ömmu sína - nema þá helst Jóhönnu vegna virðulegs aldurs. Nú er svo komið að þeir vita ekki alveg hvaða orð eigi að nota nú um nýjasta útspil Steingríms og Jóhönnu sem létu þau boð út ganga að þau hafi ekki keypt Saga Class flugsæti á leið sinni á þing Norðurlandaráðs.
Heyrnarbesti smáfuglinn stóð í þeirri trú að sér hefði, í fyrsta sinn, misheyrst því annað væri ómögulegt. Taldi hann að það gæti ekki staðist að þau Icesave-hjón, Steingrímur og Jóhanna, sem eru að binda á bak þjóðar sinnar 619 þúsund milljónir króna af erlendum skuldum einkafyrirtækis sem engin lög segja að Íslandi beri að greiða, hafi raunverulega slegið sér á brjóst fyrir að spara um 30 þúsund á hvort þeirra með vali á flugsætum!
Icesave-hjónin náðu svo nýjum lægðum þegar í ljós kom að þau keyptu flugsætin til þess að bugta sig og beygja fyrir erlendum þjóðhöfðingjum og gerðu fátt til að tala máli Íslands. Ráðherrarnir hafa kannski gleymt því að ræður allra á þinginu eru aðgengilegar á netinu svo máttleysið er ljóst hverjum þeim sem aðgang hefur að tölvu.
Grín þeirra Icesave hjóna varð svo algjört þegar smáfuglinn frá Keflavíkurflugvelli benti hinum á að sætin sem þau keyptu voru í raun Saga Class en heita bara nýju nafni: Economy Comfort þar sem allt er eins og á Saga Class nema aðeins minna af kampavíni.
Grein, Fuglahvísl AMX, mynd Bloggari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.