Já kýlum þá alla !
28.10.2009 | 10:52
Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri The Daily Telegraph, hótar því að svara að sjómannasið þeim sem enn einu sinni líkja hruni íslensku krónunnar við stórslys í hans eyru.
Það er ávalt gott að eiga góða að er verja Íslensku krónuna og þar með Íslensku þjóðina.
Það starf ætti nú samt öðrum frekar að vera á höndum sitjandi stjórna er ekkert gerir til varnar krónunni né þjóð, fyrir utan örfár illa skrifaðar greinar í vælutón (frú) Jóhönnu og ósanninda raups Steingríms Jóhanns.
Það vill engin né nennir að hlusta á væluþvæting eða ósannindi, þess vegna er gott að eiga góða að er vita og sjá lengra en nef þeirra nær.
Veika krónan er að gera nákvæmlega það sem hún ætti að gera, skrifar Evans-Pritchard. Útflutningur frá Íslandi sé að rétta úr kútnum og vörur framleiddar á Íslandi séu að koma í stað innflutnings í stórum stíl. Hann segir að höggvara áhrif krónunnar séu töfrum líkust. Ef ég heyri enn einn segja að hrun íslensku krónunnar hafi verið stórslys, held ég að ég kýli hann, skrifar Evans-Pritchard í gamansömum tón. Síðan bendir hann á að efnahagur Íslands sé að rétta hraðar úr sér en segja megi um efnahaginn á Írlandi, í Lettlandi og Litháen. Síðasttöldu löndin séu öll í viðjum fastgengis - innan eða utan evru. Hann telur að áhrif þessa komi enn betur í ljós á næstu tveimur árum.
Það er lífs nauðsyn fyrir Íslensku þjóðina að eiga sem flesta velunnara og verjendur að, þjóðinni til heilla. Það er mín skoðun að sitjandi ríkisstjórn er ekkert af þessu, og síst verjendur okkar.
Maðurinn á heiður skilið !
Hótar að svara að sjómannasið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.