Hópur lögfræðinga undirbýr stefnu á hendur íslenska ríkinu. Tími til komin !

Hópurinn telur framkvæmdavaldið hafa farið út fyrir það umboð sem stjórnarskráin feli í sér. Í grunninn felst dómsmálið í því að láta reyna á heimildir stjórnvalda til að skuldbinda ríkið samkvæmt stjórnarskrá.

það er löngu komin tími til að allar aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur verði grand skoðaðar, enda þessi gagnsæja ríkisstjórn alls ekki svo gagnsæ eins og til var lofað er gengið var til kosninga í vor. Stjórnin hefur helst reynt að halda þeim fáeinu aumingja verkefnum er hún hefur fengist við í einskona leyndó makki, enda verið nánast vonlaust að draga fram réttar upplýsingar um mál og málefni, allt hefur fram farið í myrkra herbergjum, þar sem dagsljósið ekki skín. 

það því ljósinu tærara, að bráð nauðsynlegt er að rannsaka vel og vandlega hvert það skref er Jóhanna Sigurðardóttir sem og Steingrímur Jóhann hafa tekið og eru að taka, enda hefur stjórnin ekki sýnt það í nokkru að hún virði landslög eða Stjórnarskrána, hvað þá hún vinni fyrir heill þjóðar okkar.

Þar á bæ virðist öll orkan fara í undiróðs starfsemi og baktjalda makk, enda unnið hörðum höndum, að afsali á sjálfstæði þjóðarinar, ESB draum Jóhönnu Sigurðardóttur til handa.

svika-rikisstjorn-johonnu  

Dómsmálið lítur öðrum þræði að því að skuldbindingarnar sem ríkið sé að binda þjóðina í séu fordæmislausar. Icesave lánasamningurinn sé ótímabundinn og feli í sér 100 milljónir á dag í vexti, 3 milljarða á mánuði. Heildarupphæðin sé um helmingur af landsframleiðslu Íslands eins og Seðlabankinn meti hana fyrir árið 2009.empty_wallet_03-thumb

Það sér það hver hugsandi maður að Íslenska þjóðarbúið stendur engan vegin undir þessum kostnaði, þeir er halda öðru fram eru einfaldlega ekki með öllum mjalla, og þarf ekki mikla reiknings kunnáttu til.


Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður, er í hópi lögfræðinganna. Hann sagði í dag að skoðun hópsins sé sú að stjórnvöld hafi í annað sinn farið út fyrir samningsumboð sitt í Icesave málinu þegar þau undirrituðu nýja viðaukasamninga í vikunni sem leið. Framkvæmdavaldið hafi í fyrra sinn farið út fyrir samningsumboð sitt þegar skrifað var undir upprunalegu Icesave samningana 5. júní á þessu ári. Með þeim samningum hafi verið farið út fyrir þann ramma sem settur var með þingsályktunartillögu þann 5. desember 2008, sem gekk út á semja um Icesave út frá svokölluðum Brussel viðmiðum.

Það er náttúrulega eingin hemja að Jóhanna Sigurðardóttir ásamt meðreyðarsvinum sínum, hunsi hreinlega stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins hvað eftir annað á þann sama hátt og stjórnin hunsar fólkið í landinu, heimilin, verkafólkið, lífeyrisþegana, verkalýðsfélögin, atvinnurekendur og það sem verst er börnin okkar og þeirra framtíð.

Þá var frekar þungt í mönnum hljóðið þegar þeir gengu út af fundi  um stöðugleikasáttmálann í kvöld og ljóst að mikið ber enn í milli áður en einhver sátt getur tekist um stöðuleikasáttmálann. Gylfiþjodin Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir nokkuð langt í land enn. Fundurinn hafi ekki skilað þeim lausnum sem vonast hafði verið til fyrir helgi.

Það er löngu ljóst að ríkistjórnin ætlar sér ekki að standa við eitt né neitt er hún hefur áður lofað, allt það er ríkisstjórnin sendir frá sér er eingöngu ætlað til þess að kasta ryki í augu almennings.

Þessi stjórnvöld er í öllu falli mjög svo vanheil að maður undrast aðgerðarleysi Íslenskrar alþýðu, það er löngu komin tími á aðgerðir gegn yfirgangi valdníðslunnar er ríkir yfir þjóð okkar!

Þá tek ég mér hér Bessa leyfi og birti hér samantekt er Cilla Ragnarsdóttir tók saman.

 q581667920_9443Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:bankamenn

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Neyðarstjórn óskast strax -!
  
Ég orðlaus yfir hræsninni sem Ríkisstjórn Ísland sýnir þjóð sinni !
Slóð í forsíðu og fleiri greinar: HÉR  !
Slóð í myndbanda síðu: HÉR
Gögn:
Cilla Ragnarsdóttir.
Myndir Blöggari. 

mbl.is Skoða málsókn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir góðan pistil.

Kveðja.

Benedikta E, 25.10.2009 kl. 22:05

2 identicon

Það þarf að stefna þessu liði fyrir landsdóm og það þarf að láta athuga geðheilsu Steingríms Júdasar og Jóhönnu lygara.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 23:00

3 identicon

Sammála

geir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband