Sigurður Líndal: Stoltenberg svari af hverju íslenska ríkið eigi að ábyrgjast Landsbanka
13.10.2009 | 13:42
Í grein í Fréttablaðinu í dag mælist Sigurður jafnframt til þess að fá skýra afstöðu frá forsætisráðherra Noregs hvort afstaða hans sé í samræmi við þau fyrirheit um evrópska - og þá væntanlega norræna - samkennd á grundvelli þeirra gilda sem upp eru talin.
Á eyjan.is er greinin öll og auðlesin ef þú hefur ekki Adobe Acrobat Reader en í henni segir meðal annars:
Sigurður vitnar til bréfs Stoltenbergs til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, þar sem hann gaf afsvar um lánveitingar til Íslendinga nema gengið verði frá Icesave skuldbindingunum. Í bréfinu segir m.a.:
Þegar Noregur, ásamt Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, gaf fyrirheit um lánveitingu í nóvember fyrra, var það m.a. með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar, og að þau lönd sem hafa helzt orðið fyrir vanefndum íslenzka innlánstryggingasjóðsins veiti lán til að fjármagna þær skuldbindingar sem íslenzk stjórnvöld gangist við í þessu samhengi. Þessar forsendur lágu til grundvallar samþykki Noregsbanka fyrir láni til Seðlabanka Íslands og ákvörðun Stórþingsins um að veita ríkisábyrgð vegna lánsins. - Meðferð íslenzkra skuldbindinga um innlánstryggingar gagnvart erlendum innistæðueigendum í bönkunum sem féllu skiptir miklu fyrir styrkleika stöðugleikaáætlunarinnar. - Í þessu samhengi eru Icesave-samningarnir við Stóra-Bretland og Holland mikilvægir.
Það er ánægjulegt er lagamenn vilja fá skýringar á mjög svo undarlegum bréfaskriftum (Frú) Jóhönnu Sigurðardóttir og Jens Stoltenbergs, ég hef t.d. en ekki fengið neinn botn í hversvegna þýðing stjórnarráðsins (Jóhönnu) er allt önnur en má lesa í norsku útgáfunni ???!
Slóð í forsíðu Bloggs + fleiri greinar HÉR
Athugasemdir
Stoltenberg er að gera Jóhönnu greiða.
Hún vill í EB
Sigurður Þórðarson, 13.10.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.