Bretar og Hollendinga hafa fellt Icesavesamningana !

 Bretar og Hollendingar hafna fyrirvara um að ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna gildi ekki nema til ársins 2024 óháð því hvað þá stendur eftir af skuldinni. Heimildir herma að þjóðirnar geri kröfu um að ákvæðinu verði breytt þannig að ríkisábyrgðin gildi til ársins 2030, og jafnvel sé þá mögulegt að framlengja hana þá um allt að tíu ár.

Það er því full ljóst að Bretar og Hollendingar eru ekki vina þjóðir Íslendinga, heldur leggja þeir ofurkapp á að koma Íslensku þjóðinni fyrir kattarnef, það ber að stöðva með öllu þeim ráðum er tiltæk eru !

einar-nei

Mér er óskiljanlegt með öllu það ástar Hnegg hnegg er heyrist sí hneggjað úr herbúðum Samfylkingarinnar til handa Bretum og Hollendingu, líklega sannast hér hið fornkveðna, "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur"! Hvað gengur annars Samfylkingunni og Vinstigrænum til með því að framselja þjóð okkar í áratuga áþján og fátækt?

Hér eru mjög svo undarleg sjónarmið á ferð, vægast sagt og spurningin er, hvað hangir á spýtunni þegar slíkt ofurkapp er lagt á að framselja stjórn landsins undir nýlendukúgara og reglugerðar bákn ESB. Hefur Jóhanna Sigurðardóttir aldrei lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ? Hún ætti að gera það enda leyfir óbreytt stjórnarskrá ekki inngöngu Íslands í ESB.

Þess má geta að ákvæði 2. gr. stjskr. eru almennt talin setja skorður við því að unnt sé að framselja ríkisvald til erlendra alþjóða- eða fjölþjóðastofnana enda er ekki að finna í stjórnarskránni ákvæði sem veitir heimild til slíks framsals.

Þá er það ljóst að AGS/IMF ætlar sér ekki að gera eitt né neitt nema að vinna ötullega að höfuð markmiði sínu sem er að sölsa landsgæði Íslands undir sig. það er löngu þekkt stefna AGS/IMF að ganga milli bols og höfuðs á þeim þjóðum er heimskir stjórnmálamenn halda að sé hjálp, allt það er kemur frá AGS/IMF er tvíeggja sverð og heitir hreinlega að kaupa köttinn í sekknum.

Hjálp AGS/IMF hefur iðurlega kostað þiggjendur hjálparinnar meir en þær þjóðir hafa ráðið við. Það virðist vera stefna sitjandi ríkisstjórnar að vaða áfram stefnulaust í blindni, heyri ekki, sé ekki, það kallast apavinnu brögð á vægri en góðri íslensku. 

ulfur-ags-imf

Það er löngu ljóst að Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ræður ekki við ástandið í Íslensku þjóðfélagi og skal því víkja nú þegar. Sitjandi stjórn hefur unnið Íslandi og þjóðinni meira ógagn á stuttum setutíma hennar en valdaklíka Valhallar tókst á yfir 16árum. Það hlýtur að liggja ljóst fyrir Jóhönnu sem og Steingrími að þau eru mislukkað par og geta ekki ráðið fram úr vandanum, til þess þarf sterka stjórn sérfræðinga með sterkum leiðtoga! Forseti Ísland á fyrir löngu að vera búin að velja saman hóp valinkunnra mann til stjórnar landinu en til þess hefur hann heimild samkvæmt stjórnarskrá landsins, enda er í óefni komið fyrir þjóðinni og ber honum skilda að bregðast við.

Það að sitjandi stjórn getur ekki hugsað nema um einn hlut í einu er óhæft, ég krefst þess fyrir hönd barna minna og barnabarna að stjórnin fari frá nú þegar og sett verði á þjóðstjórn er getur, kann og vill, hag þjóðarinnar sem mestan!

Slóð í forsíðu Bloggs + fleiri greinar HÉR


mbl.is Ríkisábyrgð tekur ekki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já burt með þetta ógeðslega lygapakk.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband