Judas Iscariot hinn Íslenski hrossabrestur.
16.8.2009 | 14:54
Menn fara ekki var hluta af því í fréttum hverskonar fljótfærnisvinnubrögð voru viðhöfð af hendi samningarnefndar Íslands og þá eina helst Svavari Gestsyni, haft var eftir honum sjálfum að hann ætlaði að haska þessum af því hann nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í sumarfríi sínu, getur þetta verið rétt að mann auminginn hafi hent þjóðinni fyrir úlfa og krotað nafn sitt undir óhæfuna, skálandi að lokum við Breta og Hollendinga? Því trúi ég bara ekki, að nokkur maður geti verið svo heimskur að svíkja þjóð sína á slíkan hátt. Það er bara einn til verri í sögunni og hann var nemdur Judas Iscariot. Nú virðis komið svo að Íslenska þjóðin hafi eignast sinn eigin Judas Iscariot !
Þá segir fjármálaráðherra Steingrímur Jóhann Sigurðsson að það ekki hafa verið mistök að láta Svavar Gestsson leiða Icesave samningarnefndina, í stað þess að fá erlendan sérfræðinga í verkið, og hælir flokks bróðir Svavari í há stert! Mennirnir eru gjör sneyddir allri sóma kennd og má þá skilja örvæntingu þeirra við að fela óhæfu plaggið fyrir þjóðinni. Það er dapurleg tilfinning að þessir menn telji sig vinna Íslandi gagn, það er gott ef menn geta logið en að geta logið svo að sjálfum sér er ótrúlegt, sveiattann á ykkur þvílík er hneisan. Nú er svo komið að það lítur út fyrir að allir þingmenn VG muni samþykkja frumvarpið á Alþingi. Hvernig er hægt að ofurselja sig svona lyginni ? Okkar stolta þjóð með allan sinn vilja getur ekki ráðið við nýðings plaggið breyt eða óbreyt, það er flestum Íslendingum full ljóst.
Eftir situr svo spurningin um hvað var Svavar Gestsson eiginlega að hugsa er hann páraði nafn sitt undir aftöku á Íslenskuþjóðinni?
Nafn þessa manns er leiddi íslensku samningarnefndina og sveik þjóð sína, verður ávalt í mynni barna Íslands, eða svo lengi sem Íslandsbyggð stendur!
Full samstaða um Icesave í VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
heyr heyr!
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.