Móðursjúk upptrekkt kona ?
25.7.2009 | 01:10
Er þessi kona allstaðar til ama og vandræða þar sem hún kemur? Ég les ekki fréttir af Ólínu Þorvarðardóttur nema að hún standi í stríði eða sé að göslast áfram í einhverju drullumalli og uppá kannt við einn eða annan.
Hér sannast kannski hið fornkveðna, Oft er flagð undir fögru skinni, eða öllu heldur Oft er stór kólfur í lítilli klukku. Vanvirðing Ólínu Þorvarðardóttur við þingið og þingmanninn Birgittu Jónsdóttur er með ólíkindum og hefði þingforseti öllujöfnu átt að ávítta flokkssystir sína harðlega fyrir athæfið er hún hafði uppi háðsglósur og hlátur um athugasemdir Birgittu.
"Þetta er hins vegar grafalvarlegt mál og alls ekki sæmandi þjóðþingi landsins og það er sennilega óþægilegt fyrir stjórnarmeirihlutann að sjálft Alþingi þurfi hugsanlega á Olewus áætlun að halda. segir Þór Saari, er gagnrýnir þingkonu Samfylkingarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur"
Bloggið má lesa hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.