Er bjart framundan á landinu blá ?
19.7.2009 | 09:54
Ekki vill ég vera með neinar hrakspár eða hræðslu spár, en allt þetta tal um gos í Eyjafjallajökulli og eða að hann seti Kötlu gömlu ég gang held ég að verði ekki, hinsvegar þarf að horfa í aðra átt og hygg ég að það verði ekkert túrista gos.
Bæði það að gosið kemur mjög á óvart sem og kraftur þess. Ég ætla mér ekkert að tjá mig meir um þetta, heldur mun tíminn leiða það í ljós hvað verður, ekki held ég að það þurfi að bíða mjög svo lengi eftir tíðindum...! Þetta hljómar nú bara eins og hjá Skeggja Skjálfta þetta er búið nema það komi annar. Ekki skal taka þessu sem neinum vísindum enda er ég bara maður á gönguför.
Rakst á þessa frétt í DV.is - Íslandi bjargað: Gengisvísitölu í 140 stig Aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar og þróunarbanka Evrópu, segir að liður í endurreisn Íslands sé að leiðrétta gengi krónunnar og það verði styrkjast um 30 til 40 prósent. Þar með lækki skuldir einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkis um mörg hundruð milljarða.
Það væri ekki verra að blessuð krónan færi að hressast ögn eða áður en ég verð hungurmorða á göngu ferðalagi mínu um heiminn.
Nú er svo komið að í hvert sinn er ég sting korti í ATM maskínu til að sækja mér fóður til lífsviðurværis kross bregður mér ! Nú er komið á heljarinnar okur gjald eða um tæpar fimmhundruð krónur Ísl, fyrir hverja úttekt.
Ég sé ekki betur en að það væri kannski ráð að fara út í ATM business og verða ríkur á svona ofurgjöldum, þessi gjald taka á ekki aðeins við um Íslensk kort heldur standa allra þjóða kvikindi berjandi og sparkandi hraðbanka greyin..
Ætli hagnaðurinn fari ekki fljót af, við aukið viðhald á þessum plast peningamaskínum ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.