Hrokinn gagnvart þjóðinni gengur út fyrir alla þjófabálka.
21.6.2009 | 11:48
Jóhanna Sigurðardóttir segir það blá kalt að Þjóðinni koma það ekki við og hafi ekkert með það að segja hvort hún fari viljug eða verði neydd í ESB, það kemur þjóðinni einfaldlega ekki við ! Þetta er lýðræði kommúnistana er sitja við völd þessa daganna og vinna hörðum höndum á að fletja út landsmenn í eina flata getulausa,blanka pönnuköku. Landsmenn skulu með góðu eða illu gefa landið og sjálfstæðið frá sér, þetta er tónninn í einræðisherranum.
Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB !
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsti á Alþingi þann 18. júní að stefna ríkisstjórnarinnar væri að halda einungis ráðgefandi þjóðaratkvæði um hugsanlegan samning um inngöngu í Evrópusambandið en ekki bindandi.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar http://www.heimssyn.is
Það er löngu ljóst að undir þessu verður ekki setið, það verður að koma þessari stjórn frá hið fyrsta og setja á sterk Þjóðstjórn skipaða hæfu fólki. Þá legg ég til að Jóhönnu og hennar hyski verði komið fyrir á viðeigandi stofnun !
Athugasemdir
Þetta er nokkuð góð mynd af henni Jóhönnu, sýnist mér.
Ætli hún hafi verið komin með mar-skálks-tignina, þegar þarna var komið sögu?
Jón Valur Jensson, 21.6.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.