Lognið á pollinum
25.5.2009 | 19:44
Í hvert skipt er maður spurði frétta af vestan, þá var ávalt spurt um hvort það væri logn á pollinum, var þá átt við Ísafjörð og pollinn fyrir innan bæinn. Eins er það nú er maður spyr tíðinda af stjórninni þá er svarið ávalt það sama, það er dauða logn. Stöðuleikinn algjör ( Status Quo ) nú hversvegna, vegna þess það bærist ekki hár á höfði stjórnarinnar það verður ekki einu sinni vart við andardrátt. Stöðuleikinn er algjör. Lognmolla og látið reka á reiðanum, höfðinu stungið í sandinn.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins og Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, settust nú undir kvöld á fund þar sem rætt er um fyrirhugaðan stöðugleikasáttmála.
Verður fyrirhugaður stöðugleikasáttmáli með gagnsæi eður ey, ekki nema von á að maður spyrji ?
Fundað um stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.