Hvenær eru vitni í stöðu grunaðra?
24.5.2009 | 01:35
Ég ætla ekki að taka ofan hattinn minn fyrr en ég sé að einhver verði dæmdur og sendur austur fyrir fjall en ekki á K-víða-bryggju eins og þekktur þingmaður fékk að reyna Í grjótinu !
Það er löngu komin tími á að setja þessa menn alla með tölu í gæsluvarðhald þannig að gögnum verði ekki spillt, en Íslenski Inquisition "rannsóknarrétturinn" virðis alls ekki hafa áhuga á að gæta hagsmuna þjóðarinnar heldur lætur þessa menn valsa um í vellystingum um víðan völl hvað þá sýnandi sig í partýum fræga fólksins. Sérstakur ekki svo mjög en Sérstakur saksóknari á að frysta allt það fé er hann nær til sem og eigur þessara manna, en ekki láta sem ekkert sé með blinda leppinn fyrir augu sínu.
Hvernig ætlar Sérstakur saksóknari að finna t.d. Jón Ásgeir ef hann vildi eiga við hann orðstað, ekki finnur Breska blaðið Telegraph hann segir í grein í blaðinu lestu HÉR allir þessir menn gufa smátt og smátt upp og sérlega eigur og fjármunir þeirra ( Þjóðarinnar ) og þá er það spurningin:
Búist er við að fleiri heldur en færri muni fá stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum Q Iceland Finance ehf. á hlutum í Kaupþingi. Er þetta gert til þess að girða ekki fyrir hugsanlegar ákærur á síðari stigum rannsóknarinnar og einnig til þess að tryggja að þeir einstaklingar sem í hlut eiga fái notið réttlátrar málsmeðferðar. Já förum mildum höndum um þessa aumingja menn, þeir voru bara haldnir græðgi.
Embætti sérstaks saksóknara rannsakar núna hvort kaup Q Iceland Finance, sem er í eigu sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, á fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september varði hugsanlega við ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti eða ákvæði í auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga. Meðal annars er embættið að rannsaka hvort með viðskiptunum hafi verið send villandi og röng skilaboð til markaðarins sem voru til þess fallin að hafa áhrif á verðmyndun hlutabréfa í bankanum rétt fyrir bankahrun.
Fleiri en færri fá stöðu grunaðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lykilatriði í þessum hrunadansi og rannsókn er að útibú Kaupþings í Lux verði ekki selt undir neinum kringumstæðum fyrr en búið er að sækja þangað öll gögn og skoða færslur/umsvif bankans. Það er ótrúlegt að topparnir þar eru enn við stýrið . Undir formerkjum bankaleyndar var þessu öllu stýrt þaðan (Lux) og þar eru svörin og slóðarnir.
Komminn í fjármálaráðuneytinu á að setja þetta mál í algjöran forgang og hafa forystu um að skilanefnd Kaupþings fái ekki heimild til þess að samþykkja eitt né neitt um þetta ´´svikaskrípi´´ án vandlegrar umhugsunar og í samráði við Fjármálaeftirlitið á Íslandi, Ríkisskattstjóra og Ríkissaksóknarann.
Halli (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 11:52
"Já förum mildum höndum um þessa aumingja menn, þeir voru bara haldnir græðgi." Um... hver er valkosturinn? Rannsaka þá en veita þeim ekki réttarstöðu grunaðra?
Í Bandaríkjunum þurfti a.m.k. ótta við fjöldamorð vegna hryðjuverka til að menn færu að brjóta gegn mannréttindum á þann hátt, ég ætla að vona að við Íslendingar gerum ekki slíkt hið sama vegna peningabrasks, sama um hversu mikla peningar var að ræða.
Páll Jónsson, 24.5.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.