Er komin hreifing á Steingrím J ?! Vonandi.

SjSSteingrímur hélt út til Svíþjóðar í dag ásamt Svein Harald Øygard seðlabankastjóra og Jóni Sigurðssyni, formanni viðræðunefndar íslenska ríkisins um gjaldeyrissamningana. Steingrímur segir að verið sé að vinna að því að ganga frá samningunum og lánakjörum. Hann segist þó ekki geta sagt til um það hvenær þeirri vinnu lýkur en vonast til að það gerist bráðlega.

Um er að ræða lánafyrirheit sem Norðurlöndin gáfu Íslendingum með samkomulagiðLilja Mosesdottir við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til hliðsjónar. Lilja Mósesdóttir, nýr þingmaður VG, hefur hins vegar lýst yfir vilja til þess samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði sagt upp og samið um frekari lán, á betri kjörum, við Norðurlöndin.  Undir þessa skoðun tók Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, sem fram fór í vikunni.

"Nú fer yfir pirraður að kættast ögn" það er komið mál að eitthvað sé aðgert í þessu landi og allt það er þarf til að sparka IMF = AGS út í hafsauga, helst ætti að senda þá heim með togara það ætti að kenna þeim sitt hvað, ég er nokkuð viss um að hingað kæmu þeir aldrei aftur eftir þá ferð enda hvítflipa glæpapakk er varla þolir að standa á bryggju enda, nema lystisnekkja hangi við hana.

Byggt á frétt hjá visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband