Ísland fékk stóra vinninginn, ekki bara annað sætið heldur mun stærri vinning!

Alexander Rybak

Happy Syttende Mai.

Þjóðhátíðar dagur Norðmanna er í dag 17 mai.

Ég hefði kosið Íslands sagði Alexander Rybak, Norðmaðurinn sem vann Evróvisjón söngvakeppnina í Moskvu í kvöld,  á blaðamannafundi eftir keppnina að hann hefði greitt íslenska laginu atkvæði ef hann hefði getað. Frábært lag og svið magnað, greinilega verið geymt að setja inn Fairytaleice21a  myndirnar þangað til í loka flutningnum. En það var stór glæsilegur söngur sem og sviðsframkoma Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur er skilaði Íslandi öðru sætinu, en stærsti vinningur var sá að vinna ekki þar sem þjóðin á ekki túkall í fórum sínum. Það hefði orði afar slæmt að vinna og þurfa að gef keppnina frá sér. Það er búið að niðurlægja þjóðina nóg, enda  yrði það afar dýrt að feta fótspor Rússa í útsendingu sem og allri umgjörð keppninnar. Það er ljóst að keppni stendur engan veginn undir sér hjá Rússum enda kannski ekki ætlun þeirra, heldur frekar það að sýna heiminum fram á að þeir gætu, ef eitthvað er þá gátu þeir og það betur. Frétt AP-fréttastofunnar segir að keppnin og vegleg samkvæmi þar sem hvergi hafi verið til sparað hafi kostað sem svarar 4,1 milljarði íslenskra króna. Til samanburðar er áætlað að ríflega 100 milljónir manna hafi horft á keppnina svo að auglýsingin var mikil fyrir rússnesku höfuðborgina. Það er því heiður að tapa sem og gæfa fyrir okkur að frændur okkar Norðmönnum tækist að vinna með þessu líka fína lagi, þó svo þeir hafi hrekkt mann og annan eylítið með þessum stigum er þeir gáfu Aserbaíjan, það varð svona létt hjarta stopp en hrökk í gang er þeir skiluðu tólfunni. Létt gaman af þeirri spennu er myndaðist. Semsagt Ísland vann og það stórt ! Það er vont að vera blankur og en vera þegar þjóðar auðnum var hreinlega stolið af þjóð okkar. Það sem verra er að engin er sóttur til saka fyrir athæfið. Það er dapurleg staðreynd.    


mbl.is Ég hefði kosið Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg niðurstaða félagi! Vel gert hjá okkar Guddu (o.

Sveinn Ingi Garðarsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 01:52

2 identicon

innilega sammála þér Einar,þetta var frábært,já hreint út sagt stórkostlegt hjá Jóhönnu,nú er maður mjög stoltur íslendingur,ekki veitir af í þessum krepputali og niðurdrepandi efnahagsmálum,.þá veitti manni ekki af svona stórsigri,áfram ísland. kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 02:00

3 identicon

Já maður gæti dottið núna helst í hug " Hey núna þarf maður ekki að skammast sín af þjóðerni sína hérna í fjarlægðu landi:) Jóhanna var okkur ÖLLUM þjóðar stolt og það er meira en að segja það miðað við það að hafa unnið sem þræll Baugs veldisins í hérumbil heilan áratug

Guðmundur S. Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 02:47

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Raunsönn lýsing.

Sigurður Þórðarson, 17.5.2009 kl. 06:09

5 identicon

Annað sæti er Stórsigur í mínum augum..... Það hefði nú samt verið gaman að vinna, ef að við hefðum þá með einhverju móti getað pungað út "smáaurum" fyrir keppninni held að þeir peningar myndu alveg skila sér í þjóðarbúið með góðri kynningu fyrir landið... Eitthvað sem að okkur veitir ekki af og einnig myndi það vera atvinnuskapandi fyrir okkur þar sem að það þyrfti að ráðast út í að klára tónlistarhúsið og gera ráð fyrir einhverri stórri tímabundinni yfirbyggingu (þar sem að keppnin er nú haldin að vori) annars gerir maður sér kannski ekki grein fyrir stærðinni og umfanginu sem fylgjir þessari keppni, kannski væri ALDREI möguleiki á að halda hana hér hvort hvort sem það væri kreppa eða ekki..... En ef svo væri að það væri hægt þá held ég að það yrði FRÁBÆR innspýting í íslenskt atvinnulíf og kynning á landi og þjóð með jákvæðum hætti.

Aumingja sá sem að flytur eurovision lagið fyrir okkar hönd á næsta ári.. Það verður erfitt fyrir þann einstakling að feta í fótspor Jóhönnu, hún var frábær í fyrsta skipti í mjjjööööggggg langan tíma er maður stoltur af einhverju sem að þessi þjóð gerir... TIL HAMINGJU JÓHANNA þú ert búin að fylla Íslendinga af stolti í fyrsta sinn í laannngggannn tíma, ég er alveg viss um að margir sé sammála mér með það... Sannkölluð þjóðarhetja á tímum sem þessum :)

Solla Bolla (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 08:51

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ef við hefðum unnið, þá hefðum við getað haldið þetta í Tónabæ að ári.  Þar hafa margar músík keppnir verið haldnar.  Nú eða í tónlistarhöllinni sem er þarna rétt hjá Reykjavík World Trade Center.

Guðmundur Pétursson, 17.5.2009 kl. 09:29

7 identicon

Já já, og svo hefur Laugardalshöllin alltaf staðið fyrir sínu, og nú eigum við Egilshöll sem húsað hefur marga tónlistagæðingana. Setjum bara diskókúlu í loftið og af stað!

Annars sammála fyrsta ræðumanni - snilld að vera í 2. sæti. Það hefði verið hryllilegt að vinna þetta. Hefðum við ekki skriðið yfir til Noregs og beðið þá að taka þetta að sér hvort eð er? Nú, eða IGS?

lundi (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 10:55

8 Smámynd: ThoR-E

AGS er íslenska þýðingin á IMF.

ThoR-E, 17.5.2009 kl. 12:35

9 Smámynd: ThoR-E

p.s

Jóhanna var glæzilegt. Auka plús að komast að því að við vorum efst í undanriðlinum.

ThoR-E, 17.5.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband