Stjórnarandstaðan undir járnaga Jóhönnu og steinþegir !?
14.5.2009 | 08:55
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru bundnir trúnaði og gátu því afar takmarkað tjáð sig um þingsályktunartillöguna í gegnum saman límdan munna sér enda bundnir Jóhönnu þögn þegar eftir því var leitað. Bæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sögðu þó í gegnum tunguhaftið, að þeir væru afar undrandi. Orðrétt sagði Bjarni: Þessi þingsályktunartillaga sem grundvöllur fyrir viðræður við Evrópusambandið kom mér verulega á óvart. Sigmundur Davíð bætti við að framsetningin væri allt öðruvísi en hann hefði búist við. það verður fróðlegt að sjá hvað Jóhanna er að tefla, Hvernig stendur á því að Jóhanna er hlaupin í felur og Össur tekin við að funda með stjórnarandstöðunni ? Báðir funda þeir hvor í sínu lagi með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, í dag auk Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Borgarahreyfingarinnar. lesa meira á vef mbl.is
Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.