Allt er þegar þrennt er, eða ?
10.3.2009 | 22:25
Þá eru þau orðin þrjú mótorhjólaslysin er ég hef lent í hér í Asíu, þetta gengur nú bara ekki, ég skrap í bæinn fyrir nokkrum dögum og tók mótorhjóla taxa ekkert undarlegt við það hér í Asíu enda eru þeir á öllum hornum. En þess garpur kunni hvorki að keyra mótorhjól né talað hann eða skildi orð í ensku sem þó flestir gera hér, það var sama hvað ég öskraði á hann STOPP Stopp, hann keyrði bara allt er aftók beint af augum leit hvorki til hægri né vinstri og ökulagið mynnti mig helst á frosk, enda fór það nú svo að hann ók beint í veg fyrir bíl er kastaði mér nokkra metra með hörðum skelli í malbikið. "ARGG" Ég allur skrámaður sem og beyglaður + Eina ferðina en á Spítala þetta er bara ekki hægt allur græn og blár sem og svartur á litinn mjög fagur á að líta. Enn óbrotin á sál og líkama :) hehe Ekki bara það kallinn vildi að ég borgaði honum skutlið, fór það svo að ég gargaði á hann police Police. Hvarf þá kallinn með það sama, ég ætlað nú alls ekki að borga mann fílunni fyrir að reyna að drepa mig bara sísvona og það rétt fyrir hádeygi ''NEI TAKK'' það er ekki minn stíll kanski eftir Happy Hour. Held ég akki bara sjálfur hér eftir nú eða taki svo kallaða baht bíla sem ganga út um allar trissur. Maður veifar, hann stoppar, stekkur um borð og ýtir svo á bjöllu ef maður vill stoppa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.