Hryðjuverkalögum var beitt gegn Íslendingum vegna samtals Árna Mathiesen
27.2.2009 | 11:30
Maðurinn er sökkti landinu og kom hér öllu á ískaldan klakann, gjörsamlega fjarlægði landið af kortinu í símaleik sínum við Alistair Darling. Hver kenndi þessum manni eyginlega á síma og hvað þá ensku. Árni hefur endalaust borið af sér sakir en eftir að honum varð ljóst að hann hafði verið óþekkur og upp um hann myndi komast hljóp hann heim í fjörðinn með pokann sinn. Nú þegar upp um kauða hefur komist felur hann sig og þorir ekki á þing ey meir. Þessi maður hefði hvort sem er aldrei átt að fara á þing enda ekkert nema rugl er komið hefur frá honum bæði sem sjávarútvegs ráðherra hvað þá fjármálaráðherra þar sem honum tókst að gera landið gjaldþrota með einu símtali, það er eitthvað mjög rangt við þessa mynd. Hvað sagði Árni eiginlega við fjármálaráðherra Breta, Alistair Darling, er varð þess valdandi að kall uglan fékk þá flugu í hausinn að Íslendingar væru hryðjuverka menn ? Sú aðgerð er mér gjörsamlega óskiljanleg enda tapaði ég aleigunni á hruni bankanna eða því litla er ég átti, verð því að þakka Árna símtalið er gerði Darling koll geggjaðan og Gordon Gin Brown að eins konar smá Hitler er réðist á smáþjóð. Árni verður að læra af þessari reynslu og tala aldrei í síma aftur, hvað þá ensku.
Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli yfirlýsing Davíðs í frægum Kastljósþætti, eigi ekki líka ákveðið vægi í ákvörðun
Breta ?
hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 11:33
Leitt að heyra hvað þú tapaðir miklu á þessu símtali. Það sem kom fram í þessu símtali er að selabankinn ætlaði ekki að lána landsbankanum til þess að borga icsave skuldirnar. Árni sagði ekkert nema sannleikann. Þannig að ljóst er að oft má satt kjurt liggja.
Offari, 27.2.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.