Auminga maðurinn, lagðist í ferðalög um víða veröld.
7.8.2008 | 21:43
Það er oft svo með eldri menn sem séð hafa tímana tvenna að þeir horfa öðrum augum á heiminn en við gerum sem upplifum tölvur, geimskutlur og babyboomer´s. Hér er t.d. einn sem var alveg frábær. Rétt eftir að ég opnað internetþjónustuna SmartNet komu tveir eldri og velþekktir menn til mín og vildu fá áskrift. Þeir höfðu daginn áður fjárfest í tölvum og nú vildu þeir skoða þetta fyrirbæri er allir voru að tala um. Það var auðsótt mál fyrir þá og fór ég með þeim til að setja netið upp fyrir þá. Nema hvað, um kvöldið hringir annar til mín rétt undir miðnætti og segir mér að hann sé í vandræðum með netið. Nú ég sá ekkert að og var hann tengdur og hafði verið hreyfing á honum, ég spyr hvað sé að og hvernig lýsir þetta sér? Sko sjáðu til, ég er búin að fara víða um Evrópu, Ameríku, meira að segja til Ástralíu og nú er ég orðinn þreyttur og vill ekki ferðast meir. Ha segi ég. Viltu ekki bara hjálpa mér heim þannig ég geti farið að sofa. Ég hugsa mig um smá stund og það varð ljós haha. Sagði kalli að setja músarörina á home takkann og smella ! Eftir nokkrar sekúndur segir hann Takk Einar minn, ég er kominn heim og get nú farið leggja mig og hann kvaddi. Ég hugsa þetta samtal smá og fatta það að kallinn lifði sig bókstaflega inn í Netið og heim var heimasíða SmartNets þar sem ferðalagið hófst!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.