Fylliraftur tók þátt í brunaútkalli, frétt á mbl.is
14.7.2008 | 06:03
Fylliraftur tók þátt í brunaútkalli. Fleiri þýskum slökkviliðsmönnum brá heldur betur í brún er þeir sáu að mjög ölvaður maður hafði slegist í hópinn með þeim er þeir voru í miðju brunaútkalli.
Maðurinn var klæddur í slökkviliðsgalla með hjálm á höfði. Að sögn lögreglu þaut maðurinn, sem er 38 ára, á slökkviliðsstöðina þegar hann heyrði brunabjölluna hringja. Á slökkvistöðinni aðstoðuðu grunlausir slökkviliðsmenn manninn við að klæða hann í hlífðargalla. Í framhaldinu fór maðurinn inn í næsta slökkviliðsbíl sem var tilbúinn. Þegar slökkviliðið kom á staðinn áttuðu menn sig fljótlega á því hvað væri á seyði og kölluðu eftir aðstoð lögreglu. Þegar eldur kviknar, þá eiga allir að leggjast á eitt, sagði maðurinn við lögregluna er hún spurði hann hvað hann hefði verið að gera. Maðurinn var látinn sofa úr sér á lögreglustöðinni og var sleppt í framhaldinu. Hann verður ekki ákærður fyrir athæfið. Þessi hlýtur að vera náskyldur mér hahhaha
Athugasemdir
Bara mjög samviskusamur borgari þarna á ferðinni
Sigrún Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 09:23
Gott hjá honum að hjálpa til..
Óskar Arnórsson, 19.7.2008 kl. 05:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.