Fyrrverandi Kellan hún Vee og búið í Korat Thailandi
9.6.2008 | 15:10
Mynniskortið í símanum mínum hefur ekki virkað síðan í fyrra vor og ég hélt að allar myndirnar + skeytin (sms) væru ónýt-ar. Reif kortið upp í dag og stakk því í tölvuna, viti menn náði nokkrum myndum og slatta af sms-um og má sjá myndirnar hér fyrir neðan, veit ekki hvort ég nái að gera við fleiri? Kemur bara í ljós síðar, þá hoppa þær á netið líka..
Sagan:
Er ég kom þarna fyrst var svo sem ekki mikið í gangi nema ávaxtarækt er gamla seldi á markaðnum og smá fiskirækt. Mér líkaði ákaflega vel þarna enda mikið blómahaf út um allt, minnti hreinlega á Eden nema þaklaust. Ég spurði hana hvort ekki væri hægt að gera eitthvað meira þarna sagði hún að sig langaði í geitur, það væri peningur í því. OK, keyptar geitur og áður en ég vissi af voru þær hátt í 60 minnir mig, allt vindur þetta upp á sig. Þessar geitur voru bráðskemmtilegar, eltu mann t.d eins og hundar gera, einfalt að rækta þær enda nóg land til. Leið nú fram á sumar, þá fékk mín þá flugu í kollinn að það væri betra að rækta beljur og ég keypti belju-rrr. Þá kom í ljós að beljurog geitur fóru ekki saman í ræktun, beljurnar brjálaðar er þær sáu geit og hreinlega réðust á þær. Geiturnar seldar! og ég fjárfesti í fleiri beljum og tuddum. Arg, hún hafði verið mér góð svona flesta daga en er fór að minnka í buddunni þá versnaði skapið, ég gat lítið gert enda faðir minn alvarlega veikur. Ég með rútunni til Phattya, leið nú og beið, var í stöðugu sambandi við köttinn og endaði á að snúa heim aftur til KoRaT. Er ég mætti sá ég að hún hafði heldur betur tekið til hendinni snarsnúið húsinu, byggt nýtt eldhús og frábært klósett + sturtuaðstöðu. Ég hafði reyndar sent henni alla þá aura er ég gat og var á barmi örvæntingar, átti bara ekki krónu til að lifa af. OK, átti góða daga þarna í einhvern tíma, þá skipti hún aftur um persónu og ég með rútunni til Pattaya. Held að hún innihaldi þrjár persónur; 1 sem er mjög blíð og góð, 1 sem er með allt á hornum sér en staldrar stutt við í hvert sinn og 1 sem er hreinlega geggjuð og getur verið lengi á svæðinu. Það furðulega við þetta er að hún gerir sér fyllilega grein fyrir þessu og lét mig stundum vita að nú væri gott að ég færi í göngutúr eða út að keyra. Ekki mátti orða að hún færi til læknis. Sá hana ekki í fleiri mánuði eftir þennan viðskilnað og saknaði búsins og KoRaT mjög, hún var samt í símasambandi annað slagið og allt í einu komu boð um að ég ætti að koma heim. NEI, sagði ég og liðu þá einhverjar 3 vikur þangað til ég fór uppeftir enda kom hún og sótti mig + allt mitt drasl. Í þetta sinn var ég heima í rúmlega hálft ár, þá sauð uppúr og ég til Pattya á inniskónum, sá ekki fötin mín í 2 mánuði og fékk bara hluta af þeim aftur. Veit ekki af hverju hún er að geyma restina, hulin ráðgáta ? Nema hvað, ég hef ekki farið upp eftir í rúmt ár en hef hitt hana nokkrum sinnum hér í Pattaya og reyndar séð hana tilsýndar mun oftar.... Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir tímar hjá mér eða síðustu 3 ár. Held þó að það hafi bara hert mig og kennt mér á fólk og innræti þess, sér í lagi hvernig fjsk... hefur komið fram eftir lát föður míns. Einar B. hér er hlekkur í myndir / photos: Sveittar Sveitamyndir!
Hvað um það, framundan er betra líf og gott að geta lifað því lifandi !
You will work hard, eat hard, travel hard, and I Will enjoy life !
Adiós y hasta la vista, con buena suerte hasta usted Copra Serpiente Wphawadee.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.