Ekkert á diskinn minn...

Þessa dagana kemur fátæktin í velferðarríki Jóhönnu Sigurðardóttur berlega í ljós, það má ekki opna dagblað eða skoðar fréttir á netinu að maður reki ekki augun í tugi greina um örbyrgð og hungur.

Hvernig má það vera ? Í hvert sinn er forsætisráðherra velferðar opnar munninn opinberlega syngur hún á hæstu tónum, allt er í himnalagi ligga ligga lá, ríkissjóður standi aldrei betur og atvinnu sé að finna í grennd... 

Forsætisráðherrann hefur sennilega sett leppinn fyrir rangt auga, hann sér ekki vonleysið né örbirgðina allt um kring! 

Kreppubrauð

Eftir hartnær 4ra ára setu velferðarstjórnarinnar Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekkert breyst til batnaðar, af hverju það? jú það er til einföld skýring forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki lyft einum einasta fingri til eins eða neins nema þá til að þiggja laun sín og hækka þau reglulega ásamt því að skattpína almúgann enda verða spesíurnar hennar að koma einhvers staðar frá, hvert er þá handhægast fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að sækja þær? jú í vasa smælingjana gamla fólksins lífeyrisþegana er hafa þurfta að þola rányrkju á réttmætum lögfestum bótum sínum og það af hendi velferðar forsætisráðherrans Jóhönnu Sigurðardóttur ekki nóg með það heldur sigar hún vinstri hönd sinni Steingrími J Sigfússyni til að leggja á ofurskatta er hann leggur kampakátur á galtómar eldhúsbuddur barnafjölskyldna til þess eins að auka við örbirgðina, allt annað er látið sitja á hakanum eins og leiðréttingar á lífskjörum eða uppbygging, reyndar allt það er gætti rétt við þjóðina er sett í skúffu og skúffað.

Ákall forsætisráðherrans og velferðarmeistarans Jóhönnu Sigurðardóttur líkar Steingrími J Sigfússyni afar vel enda er hann sein þreyttur við að semja og flytja álögu lög, en Íslensku þjóðinni er ekki skemmt, hún er vannærð og það er farið að síga í hana!

Steingrímur J Sigfússon hefur farið offari í skatta gauli sínu!

SkattGrímur

Það slær mann að sjá fréttir þess efnis að Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði fjögur hundruð aðstoðarpökkum í gær enn um hundrað manns urðu tómhentir frá að hverfa, ekki hefur verið mikið á disknum hjá þeim enda fer fólk almennt ekki í biðraðir eftir björginni nema allt sé komið í þrot! Íslendinga eru í eðli sínu stolt þjóð svo stolt að menn og konur læðast með veggjum eftir björginni er reynist síðan uppurin...

Það á ekki að líðast að ráðamenn þjóðarinnar hengi haus og hunsa fólkið í landinu, nú í desember verður alger sprengja í hjálpar beiðnum segir Ásgerður hjá Fjölskylduhjálpinni og hún er hrædd um að Fjölskylduhjálpin nái ekki að standa undir eftirspurninni og aðstoða alla er þurfa, við fáum að öllum líkindum ekkert frá ríkinu, og við fáum eina og hálfa milljón frá borginni, en við báðum um tíu," segir Ásgerður.

Á meðan er Velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að dæla 280 milljónum í grængælu verkefni sem allir vita að skilar engu, hvað þá arði, væri þeim milljónum ekki betur varið til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands og öðrum álíka hjálparstofnunum? Hvað með borg Gnarrs Reykjavík er skilar tæplega fjórtán milljörðum í skattheimtu afgang!

14 MILLJARÐAR Í afgang duga ekki til að rétta illasettum hjálpar hönd, borgarstjórinn Gnarr sér ekki og vill ekki sjá illa setta borgar, hann sér eingöngu sinn eigin disk og á hann vantar ekkert!  Borgarstjóranum Jóni Gnarr varðar ekkert um aðra en sjálfan sig og fyrir honum er þetta allt grín!

Hér verður eitthvað að gerast, ef framheldur sem horfir verður það skelfilegt að vera Íslendingur, Þökk sé velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur!

Uppl: www.visir.is ásamt ýmsum á netinu. 

Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR  ! :) 

Allt er þessi velferðarríkisstjórn gerir er ákaflega ógeðfellt! 

Það líður að kosningum til Alþingis, endur reisum nýtt Ísland og Íslenska þjóð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband