Öfgvarnir og bíturinn í umhverfisráðuneytinu

Það er ekkert nýtt að ég verði orðlaus yfir ómyndinni í ráðuneyti umhverfis.svandis2a.gif

Hér eru nokkrar myndir er ég sauð og jós á skjáinn hjá mér 2010.

''Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu.

Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi.''

Jæja þetta eru Asnar Guðjón!

Skoðum myndir:

umhverfisradherra_1049253.gif

judas-iscariot-2_1049254.gif

svandis-svavarsdottir-umhverfisradherra_1049258.gif

svandis-svavarsdottir-alfur_921700_1049259.gif

Eyjafjallajökull hraunið friðað fyrir regni og vindum að hugmynd ráðherra...

Fræburður farfugla verður einnig bannaður ásamt frædreifingu Kára...

Það er löngum ljóst að herrann er stórskaðleg Íslenskri þjóð og á ekki langt að sækja þann heiður, legg ég til að herrann verði settur á (í) sveit sem fyrst, fjarri einhverju er heitir stjórnsýsla,

Íslandi til heilla!

Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR  ! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég vissi að það væru til "Náttúru Rasistar" þegar ég fyrst heyrði um andmæli gegn úlfagrasinu (Lúpínan) því hún væri útlensk og ekki í íslenskum litum, þ.e., sauðalitunum, hvít (snjór), svart (hraun), brúnt (mórinn), grænt (grasið) og sinu-grátt.  Heldur er úlfagrasið með blátt blóm sem minnti óþyrmilega á ákveðinn stjórnmálaflokk sem ekki matti minnast á í Landbúnaðarráðuneytinu.

Einnig vildi "húsmóðir í vesturbænum" banna snjósleðaferðir á hálendinu, því snjósleðarnir eyðilögðu hina fögru ásýnd snævarins þar sem hann lá svo fallegur og ósnertur upp um allt hálendið.  Það væri svo ljótt ef maður flygi yfir landið og nyti því ekki útsýnisins sem skyldi.

Kveðja, Björn bóndi     

Sigurbjörn Friðriksson, 21.12.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband