Nú er það borðleggjandi að sitjandastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ein mesta ógnarstjórn gagnvart alþýðunni og heimilum landsmanna að það hálf væri nóg.
Það að landsmenn gefast upp og flytji af landi brot bendir eindeigið til þess að hér er eitthvað mikið að í stjórnsýslunni. Skjaldborgin er Jóhanna Sigurðardóttir hét að reisa um heimilin reyndist engin og orðin tóm.
Það að stjórnvöld séu vísvitandi já vísvitandi að tapa mesta auð Íslands úr landi er glæpur og ljóst að það er eitthvað mikið að, ég segi vísvitandi vegna þess að fólkið er auður Íslands og sitjandi stjórn gerir ekkert ég endurtek EKKERT! til þess að halda vörð um mannauðinn!
Árið 2009 fluttu 4835 fleiri frá landinu en til þess og segir Hagstofan, að aldrei áður hafi jafn margir flutt frá landinu á einu ári. Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887 en þá fluttu 2229 fleiri frá landinu en til þess.
Gagnsæi stjórnvalda var og er ekkert, allt er framkvæmt með stimplinum TRÚNAÐARMÁL / JÓHÖNNU LEYNDÓ. Ekkert gefið upp um eitt né neitt og stjórnsýslan fer fram í myrkvuðum skugga herbergjum eða leynikrókum hist og her um landið.
Uppbygging atvinnuveganna og þjóðarsáttin var brotin niður ekki að það vantaði viljann hjá verkalýðsfélögum eða lífeyrissjóðum, nei það var ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er lagði stein í allar framkvæmdir með svikum á svik ofan.
Þá er þessi sitjandi ríkisstjórn sú stjórn er verst hefur komið fram við íbúa lands okkar með geigvænlegum skattahækunum er enga eiga sér líka í veröldinni ekki einu sinni hjá ógnarstjórnum eða fógetanum í skíraskógi.
Er ekki komin tími á að þessi óreiðustjórn leggi upp laupana og segi af sér ?
Eða er ekki komin tími á að þessi stjórn verði borin út áður en henni tekst að koma Íslensku þjóðinni algjörlega fyrir kattarnef !
Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR !
Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hlutfallslega eru þetta nú langt frá því að vera mestu búferlaflutningar í sögunni, kannski gaman að taka smá tillit til þess, einnig væri gaman að vita hversu margir Íslendingar eru brottfluttir, þar sem annsi margir af þessu er fólk sem kom hingað í góðærinu og hverfur svo þegar tækifærin eru horfin, alls ekkert óeðlilegt við það.
Gróft að gefa henni Jóhönnu allann heiðurinn af þessu þar sem stjórninn á undan lagði allann grunninn af þessu, kom fólkinu á brúnina. Jóhanna stjakaði þeim bara fram af
Tryggvi (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.