Ríkissaksóknari hengir bakara fyrir smið!
21.1.2010 | 11:33
Hvernig væri að Ríkissaksóknari liti sér nær og tæki á þeim mönnum er komu landinu á kaldan klakann ? Hvað á Ríkissaksóknari með að vera eyða fé í tittlinga skít er full þörf er á að nota féð til þess að hengja þann er á það skilið.
Forgangsröðun Ríkissaksóknara er ekki í lagi og greinilegt að hér býr eitthvað annað að baki en hagsmunir almennings eða ríkis, þennan mann á að leysa frá störfum eins og Eva Joly benti svo réttilega á...
Það er ljóst að heimskan ríður ekki við einteyming hjá Ríkissaksóknara.
Ég tek undir þessi orð Marðar Árnasonar:
,,Nú skulu ekki afsakaðar hér allar gerðir mótmælenda eða dregin fjöður yfir meiðsl og tjón lögreglumanna. Víða hefði þó komið til greina að veita sakaruppgjöf fyrir brot framin í búsáhaldabyltingunni, nema þá þau sem beinlínis flokkast undir glæpaverk. Einkum meðan enn eru ódæmdir allir helstu hrunverjar úr hópi kaupsýslu-, embættis- og stjórnmálamanna.
Ákærur ríkissaksóknara á hendur mótmælendunum sjö líta hinsvegar út einsog ríkissaksóknarinn sé loksins að ná sér niður á pakkinu fyrir hönd hinnar eilífu íslensku yfirstéttar."
Pistil Marðar er hægt að lesa HÉR
Slóð í forsíðu og fleiri furðu greinar: HÉR !
letur breyting blogari
Mál mótmælenda þingfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það tekur lengri tíma að rannsaka brot útrásarmanna og oftar en ekki voru þeir að gera siðferðislega ranga hluti. Þetta fólk framdi hinsvegar glæpi fyrir framan alþjóð og á alveg skilið sína dóma. Þessi hegðun er óverjandi alveg sama hversu reiðir menn voru. Hámarksrefsingu
Baldur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:49
Kerfið er alltaf hliðholt valdinu og vinum valdsins en tekur svo hart á þeim sem gegnrýna og berjast gegn því. Útrásarvíkingarnir, auðvaldið, eru mennirnir sem kerfið var sniðið fyrir. Þess vegna er svo erfitt að dæma þá. Kerfið var líka sniðið gegn anarkistum og aðgerðarsinnum. Þess vegna er miklu auðveldara að dæma þá. Mér er persónulega sama hvort að útrásarvíkingarnir verði fangelsaðir eða ekki. Bara svo lengi sem að völdin þeirra hverfi og að enginn komi í staðinn fyrir þá. Varðandi þessar ákærur, þá er hægt að benda á það hversu rotið samfélagið okkar er að það þarf í fyrsta lagi að ráðast inn í byggingar til að fá marktæka áheyrn, nauðsýn brýtur lög er sagt, og sé þetta lögbrot þá má alveg ákæra eftir því, svo lengi sem það sé viðurkennt að kerfið er ófullkomið og ófært um að vera fullkomlega sanngjarnt
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:29
Það er BANNAÐ að brjótast inná Alþingi, skýrt í lögum. Það er BANNAÐ að valda lögreglumönnum eða öðrum líkamstjóni svo það er ekkert athugavert við þessar ákærur
Baldur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:49
Enda var ég ekkert að gagnrýna ákærurnar, Baldur, heldur kerfið sem fólkið var ákært undir
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 13:10
Ekki viss um að fólkinu sem varð fyrir árás og áverkum - finnist það tittlingaskítur!!! Hvað segir þú um það? Væri t.d. sonur þinn, mamma þín eða systir?
Eygló, 21.1.2010 kl. 13:56
Ég á við að þetta er smá mál miðað við þær þjáningar er stórglæpamenn hafa unnið á heimilum, börnum okkar, já þjóðinni allri. Tímasetningin á ákærum Valtýs ríkissaksóknara er meðvituð, tekin til þess að ögra og æsa mótmælendur og þá er halloka hafa farið af völdum þessar gangstera. Hér er um tilraun að ræða til þess eins að magna upp reiði og ólgu meðal þjóðarinnar. Er það ekki full ljós herjir þeir aðilar eru er hafa hag af því, ég bara spyr.
Einar B Bragason , 21.1.2010 kl. 14:10
Smámál? Gott og vel. Ef þú ættir að lyfta 4 misþungum steinum upp á vörubílspall - tækirðu þá ekki þann léttasta fyrst, svona til að hita upp fyrir þann þyngsta? Auðvitað.
Drífum smámálin af.
Minni einnig á No Tolerance stefnu lögreglunnar í New York sem fólst í að einbeita sér að smámálunum - sem varð til þess að glæpatíðni hríðféll og öllum fannst svakasniðugt. Líka þér.
En þetta er raunar ekki smámál.
Hvað sem því líður: Þetta fólk var kært og á skýlausan rétt á því að mál þeirra fái skjóta meðferð. Sú meðferð fólst í ákæru og nú þarf að drífa hana í gegnum dóm svo dóma þetta fólk sé ekki með sín mál hangandi yfir sér til eilífðarnóns. Þetta fólk er líka með verjendur og ég get alveg lofað þér því að þeir munu ekki nýta sér rökin "útrásarvíkingana fyrst", þótt margri bloggskræfunni finnist hún vera klár að benda á svoleiðis.
Steini (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:27
Er ekki vanin að fjarlægja meinið fyrst þannig það sái ekki út frá sér því ef það gerir það þá stendur ekki steinn yfir steini...
Einar B Bragason , 21.1.2010 kl. 14:35
Nei. Ef þú færð t.d. mein (krabba) í ristilinn, þá kemur blóð í hægðirnar þínar og þú verður máttlaus. Það er ekki rokið í að fjarlægja meinið, heldur er slegið á einkennin, þú færð blóðgjöf og hresstur við með lyfjum eins og tök eru á. Rannsóknir eru þarna inni í myndinni og síðan er meinið fjarlægt.
Semsagt nei við þessari spurningu. Og nú er ég búinn að svara þessu samviskusamlega.
Nú er komið að þér að svara minni spurningu. Hún er svona: Ef þú ættir að lyfta 4 misþungum steinum upp á vörubílspall - tækirðu þá ekki þann léttasta fyrst, svona til að hita upp fyrir þann þyngsta? Auðvitað.
Steini (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:56
Sæll Einar
Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna um forgangsröðun ríkissaksóknara. Vildi bara óska þér til hamingju með daginn, það er ótrúlegt hvað allir eru að verða fullorðnir í kringum mann þó maður eldist náttúrulega ekkert sjálfur, eða þannig...
Inga Lóa (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 18:51
Takk Inga Lóa mín, hvernig er það ertu ekki á fés bókinni ?? lifðu heil.
Einar B Bragason , 22.1.2010 kl. 03:52
Nei hef ekki dottið á fésið enn. Er haldin ákveðnum "fordómum" gagnvart því;-)
Inga Lóa (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.