Vinur minn vill bara svína kjöt og uppskar Orma!

Einhverju sinni er ég var í sveitinni ( Korat ) varð mér brátt í brók og skellti mér á Vesinið . Gekk aðgerðin eins og í sögu enda átti ég ekki von á öðru, lifði mjög heilbrigðu líferni eins og alltaf er ég var þarna uppfrá að leika bónda, reglulegur matur og svefn.ormur

Mér var því brugðið er mér varð litið í skálina er ég ætlaði að sturta niður, allt var iðandi í skálinni og kringum hægðir mínar.

Skrattinn sjálfur, varð mér hugsað, ég er kominn með orma og það ekki fáa. Arggg er mér hugsað, ég hef ekki steikt svínakjötið nóg, verð að passa mig á þessu, þetta er ekki eins og heima á klakanum.

Sturta öllu niður og viti menn enn eru ormar í skálinni, ekkert smá magn. Verð að fara í bæinn og kaupa ormalyf. Leita Vee uppi og heimta lyklana af bílnum ég þurfi að reka erindi í borginni. Hún horfir á mig undrandi og segir, "er eitthvað að?" Nei, allt i fínu lagi, þarf bara að skreppa smá, tjái ég henni, "á ég ekki að koma með þér" spyr hún, ertu viss um að rata, já ég rata og verð ekki lengi.

Ég skelli mér upp í jeppann og brunaði á stað til Nakhon Ratchasima ca. klukkutíma akstur. Á leiðinni hugsa ég stöðugt um orma og hvort þeir geti lagst í ferðalög og skriðið upp um mig allan, þetta er hið versta mál. Ég finn apótek í mallinu og kaupi ormalyf fyrir mannskepnur, eldrauður í framan.

Heimferðin gekk vel, mun ég hafa keyrt ansi greitt á köflum enda leið mér ekki vel hugsandi um þessa bévitans orma. Ormalyfið kom í kassa með nokkrum töflum í og sem betur fer voru leiðbeiningar á ensku sem og thai, ég tók mesta skammt er mátti fyrir fullvaxta, það átti að vera nóg til að drepa heila hjörð af ormum.

Daginn eftir er ég undarlegur og hálf illt í maganum og er mér varð mál skellti ég mér á vesenið. Allt var við það sama, iðandi skál. Arrrrrrggg, sturtað niður og restin af töflunum sturtað niður í maga með vatni. Vee er endalaust að spyrja hvað sé að plaga mig, ég svara henni engu heldur ráfa um svæðið og á þessu rölti mínu kíki ég í vatnstankinn fyrir klósettið en öllu vatni er safnað í stóra tanka ef ekki skildi rigna í langan tíma.

Viti menn, er mér er lítið í tankinn og sé ég að allt er iðandi í vatninu. Það renna á mig tvær grímur, ég gríp til fótanna til að finna Vee, dreg hana með mér að tanknum og spyr hvaða lirfur eru þetta "Mosquito" svar hún og fer.

Nú verður stríð hugsa ég, fer heim og sæki tvo brúsa af klór og helli í tankinn. Vee sér til mín og spyr hvað ég sé eiginlega að gera ? "Drepa þessar andskotans mosquito lirfur, ég hata þær" Vertu ekki að spandera klórnum í þetta, það kom kall með lyf til að setja í tankinn, þarf að gera áður en regntíminn byrjar, nú af hverju er það ekki setta í vatnið, bara gleymska segir Vee.killer

Ég finn lyfið og sturta slatta í tankinn og viti menn, lirfurnar hætta að sprikla og fljóta upp, haha ég vinn hugsa ég glaður í bragði.

Um kvöldið var Vee enn að spyrja hvað ég hafi verið að gera í bæjarferðinni og hálfvitinn ég segi henni alla söguna. Mér er enn strítt á ormalyfinu.

Ef ég fer á næstu bæi, hvíslar fólk "þetta er sá orm-lausi" og sveitavargurinn hlær. 

Í dag þann 31-05-09 er staðan svona í Cambódíu hefur fundist afbrigði af malaríu  (Köldu) veirunni er hefur gríðarlegt þol gagnvart mótefnum, er talið að þessi veira er berst með mosquito deyði eitt barn í heiminum á sekúndu. sem er skelfilegt. Veira þessi kom fyrst fram í afríku en barst síðan til suður Ameríku og áfram inn í vestur bandaríkin sama hefur orðið í Asíu þar sem malaría er landlæg. Þá er nú gott að búa á Íslandi enda lifir Mosquito ekki á klakanum okkar né Grænlandi, en við eigum þó mývarginn og ekkert við hann að gera annað en skjótan á færi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband