Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Fyrr má nú vera

Ég hreinlega ætlast til þess að það sé tekið mark á mér, í það minnsta börnin mín!
Já, vegna þess að allt sem ég hef sagt við mitt fólk hefur komið fram. Fyrir um 3 vikum síðan sagði ég að stór skjálfti væri að koma og fyrir 3 dögum ítrekaði ég við dæturnar að taka allt niður er gæti brotnað. Engin hlustaði frekar en fyrri daginn. Síðast sendi ég aðvörun til allra sem ég þekkti + fjölmiðla og sagði að 2 risa skjálftar væru á leiðinni. Er Skeggi skjálfti var spurður út í þetta sagði kallinn að þetta væri bóla, mikill gáfumaður. Hann sagði líka sem frægt er orðið eftir fyrri Suðurlandsskjálfta "þetta er búið, nema það komi annar" Hvað um það, er ég fór að rýna í fréttir í gær og sérlega frétt frá Færeyjum um að sjórinn hegðaði sér gosundarlega, þá vissi ég að norðursprungan væri á hreyfingu, þetta má allt skoða hér: NeiC  OK, ég vona að það verði ekki meira, en er ansi hræddur um að í þetta sinn verði þeir 3 og gos fylgi þar á eftir. Eins er með heitapottinn í USA en þar er kvikan komin upp að yfirborðinu,  má lítið bera útaf svo ekki verði gos.

Þessir asnar læra aldrei. Þeir boruðu niður í kviku í kröflu og það gaus, sama getur gerast á Hengilsvæðinu sem er mjög virk eldfjallastöð. Engin sagði frá því er kvikan hljóp upp á svæðinu fyrir einhverjum árum, aðeins fáir útvaldir voru aðvaraðir um að gos gæti brostið á ! Það er eins og þetta lið sé enn í forsjárhyggjudeild komma og múgurinn má ekkert vita, hvað þá um hjálp til að forða sér af svæðinu ! Sem betur fór varð ekki gos, en það er stutt í að það verði. Vonum það besta fyrir þjóðina og ég legg til að menn á Ríkislaunum hætti að naga blýanta sem og að bora í nefið á sér. Ykkur ber skylda til að láta þegnana vita ! Jari !


Vatn á Mars !

Bandaríska geimfarið Phoenix er nú lent á Mars eftir níu mánaða ferðalag. Ég hefði nú getað sagt þeim sjálfur að það er auðvelt að finna vatn á Mars og kannski verið betra að eyða aurnum í eitthvað annað en þessa ferð með geisladisk og skurðgröfu ! Hvað sem því líður verða þeir að fá að svala forvitni sinni og skoða þetta sjálfir :) En hér er mynd til sönnunar á því að hægt sé að finna vatn og ís á Mars ! WaterOnMars2_gccHehe Smá grínstuð á mér, kv. Jari. 


Hár-ið

Einhverju sinni er ég var í London langaði mig að sjá Hárið en það var uppselt. Skrapp ég þá á Stringfellow disco. Nema hvað, vindur ekki að mér stúlka og biður mig um að sækja kápu sína. OK, en það kostaði 1 pund. Ekki málið, nema að ég fer heim með hana og í miðri aðgerð fór hún að öskra eins og grís (sorry haridorðbragðið), ég spyr eins og álfur U like it ? No no, my hair is stuck under my ass! Vupps, ég hafði sem sagt náði á Hárið enda stelpan með hár niður á ökkla!
Það sem ég lendi ekki í :) Kveðja, Jari


Ljósapera

Hvað þarf marga í hverju stjörnumerki til að skipta um ljósaperu?pera
HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?
NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.
TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna-- þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !
KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.
LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en stundum fá umboðsmennirnir þeirra meyju til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.
MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.
VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?
SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.
BOGMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru !
STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.
VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að.....
FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?


Meining á bak við blóm

Bleikar rósir - hamingja, þokki, blíðarose

Ljósbleikar rósir - aðdáun, samúð

Hvítar rósir - sakleysi, hreinleiki

Dökkbleikar rósir - þakklæti

Appelsínugular, ferskju og kórallitar rósir - ákafi, þrá

Hvítar og rauðar rósir saman - einingartákn

Stök rós - einfaldleiki, ástartákn

Hár stilkur á rós - ég mun aldrei gleyma þérpar

Gular rósir - vinátta, gleði, afbrýðisemi, tilhlökkun

Stuttur stilkur á rós - æskutákn

Margir blandaðir litir - þú ert mér allt

Rós án þyrna - ást við fyrstu sýn 

Rauðar rósir - ást, fegurð, virðing, hugrekki

Liljur - jarðar för

Eða eins og kallinn á marZ sagði lokað í viku vegna jarðar-farar !


Kötturinn

Ég týndi einum af mínum villtustu köttum ekki fyrir löngu.  Nema að af því mér þótti vænt um köttinn stökk ég í flug og fór að leita hans eftir að hafa fengið sms frá honum.  Þá var læðan stödd í Arabalandi, OK, ekki nýtt hjá þessari læðu ! Segir ekkert af ferðum kattar nema að ég fór á mis við hann. Þar sem ég var mættur þarna á þetta fína hótel ***** er kostaði minna en ekki neitt, voru góð ráð ódýr. Var tekin ákvörðun um 3-4 tíma skoðunarferð um eyðimörkina og það á ulfaldiúlföldum, hefði nú frekar viljað arabískan hest, hvítan eða svartan, varla hægt að fá mýkri hesta en þá :)  Jæja, eftir að hafa etið duglega af sandi og hrist úr mér nýrun, datt gríman af einum leiðsögumanninum sem reyndist vera þetta forkunnarfagra fljóð.  En eins og sumir vita er þekkja mig gat ég ekki á mér setið né hvað þá á úlfaldanum, spurði dýrið hvort hún væri til í að hitta mig og borða með mér.  Mér til mikillar undrunar sagði hún já en með því skilyrði að ég tæki ekki myndir af henni ,, Hum'' Ég stóð ekki við það, er enn að gróa sára minna eftir klór hennar !  jumEn hún sagði nei við að koma með mér heim. :)

Stelpur eru og verða alltaf stelpur sama hverjar þjóðar þær eru eða trúar... Sjarmurinn Jari hahaha

Stormurinn !

Ég verð að minna á Miðjuna http://www.stormsker.net/Midjan.html Upptökur, ótrúlegir félagar hvað þá viðmælendur ! Beinar útsendingar á miðvikudögum milli kl 16 og 18 á útvarpi Sögu fm 99.4

Því eldri sem maður verður..

Í gær barst mér til eyrna að vinkona mín væri látin, hafði fengið hjartáfall.  Það sem verst er að hún dó alein, enginn hjá henni.  Mér er sagt að hún hafi reynt að hringja í mig en ekki fundið númerið mitt.  Reyndar hafði Ploy hitt mig fyrir um mánuði síðan og beðið mig um smálán fyrir ferðalagi sem hana langað í.  Ég gat ekki annað en sagt já þar sem hún hafði reynst mér ákaflega vel á erfiðum tíma er ég átti hér í Thai. budhaPloy verslaði, eldað og reyndi allt sem hún gat til að hressa uppá karlinn og draga hann út úr húsi, dauðhrædd um að ég myndi hoppa út, enda bjó ég á elleftu hæð.  Ploy var hjá mér í stóru íbúðinni í hálft ár og hafði miklar áhyggjur af mér, sérstaklega er ég veinaði og kveinaði upp úr svefni og grét.  Er ég sá hana um daginn sá ég ekkert nema þessa góðu konu, svo blindur var ég að er ég hugsa um það í dag þá veit ég að eitthvað mikið var að.  Ég reyndi að vísu að telja hana af því að fara þetta ferðalag. Vinur minn sagði: hvað ertu að gera með þessari gömlu konu?  Gömlu??  Hún er mikið yngri en ég, hvað þá miðað við þig!

Ploy, Guð og Budha geymi þig og gæti, það var og er gæfa að þekkja þig. Takk fyrir allt "nöldrið" frá þér, ég þurfti svo sannarlega á því að halda, engillinn minn!

Þinn vinur,
Einar Braga.


Skrítnar reglur !

Hér í þessu fallega landi brosfólksins er margt undarlegt.  Þegar kosningar eru, sem eru ansi oft þá loka allir barir og mikið af veitingahúsum í allt frá einum degi upp í þrjá.  Þessa helgina er allt lokað, ekki það að það breyti miklu fyrir mig en ferðamenn sem eru hér í fríi skilja hvorki upp né niður og eru thai1reiðir.  Það lítur út eins og stjórninni sé sama um innkomu og afkomu veitingamanna, hvað þá ferðamanna er heimsækja Thailand.  Að vísu geta þeir er þekkja til drukkið og etið víða í húsasundum og fáförnum hliðargötum.  Annars er veðrið fínt, dálítill raki og heitt en landið er frábært, hvað þá fólkið.  Þetta er þó eitt besta landið sem ég hef búið í og hef þó ferðast víða.  Landið er að mestu sjálfum sér nógt og eitt það frjósamasta í heimi..
Geymi þig, Jari

Tóm della

Enn og aftur geri ég sömu mistökin ! Langaði að borða fisk og endaði á Japanese restaurant stað er sushieingöngu bauð uppá Sushi.  Nema hvað, sex tímum seinna var ég farin að æla og sestur á dolluna og tók 16 tíma í látum og magakrömpum!  Ekki veit ég hvað það var sem skapaði þetta en ég hef oft borðað þarna án þess að lenda í steinsmugu. Nú, eitt sinn í Malaga gerði ég þau reginmistök að kaupa mér rækjur af götusala nema hvað, ég hélt að ég myndi drepast úr matareitrun er resturég fékk, eftir öll mín ár á Spáni átti ég að vita betur. Fæ að vísu oft lítillega í magann ef ég borða ostrur en ekkert sem plagar mig að ráði.
Jari


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband