Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Leiðinlegasta myndin á Rúv í den var, Hlé !

Hlé í nokkra daga, vegna fluttnings í aðra heimsálfu...

SK-A340-lyfter

Kv. Jari 


Ef ég geri eitthvað slæmt þá kemur eitthvað slæmt fyrir mig. Karma!

Ég trúi á karma og af fenginni reynslu er mikið til í Karma.

Maður uppsker eins og maður sáir. Ég hef áhyggjur af því fólki er keppst hefur við að valda mér sársauka og leggja steina í götu mína, hvað þá að hirða arf minn, það er ljótur gjörningur að hafa ekki fengið einn skóþveng í arf eftir föður minn, mann er mér þótti ákaflega væntum. Ég bið fyrir þessu fólki og veit að Karma sér um réttlætið.

Þú ert löngun þín,
hin dýpsta löngun þín er vilji þinn,
vilji þinn skapar verk þín,
og verk þín skapa örlög þín.

Trúir þú á Karma taktu þátt í könnun hér fyrir neðan vinstra megin.


Gota do what ya Gotta do!

Nú líður að því að gera hlé á blogi í nokkra daga, enda stutt í að ég leggi í hann til Asíu. strond

Þetta er ca. 24 tíma ferðalag fer kl: 15 og lendi daginn eftir kl: 15 eftir langt og þreytandi flug, en þess virði vona ég.

Byrja aftur að bloga er ég hef komið mér fyrir veit að vísu ekki í hvaða Condo-i ég lendi.

Þetta á að vera startið mitt: Borðað góðan mat, fundið mótorhjólið, heilsað upp á félaga, bjallað í Bee sem ekki er Vee, kokkinn hún ætti að vera komin frá Singapure og leift henni að skammast yfir, já því sem hún finnur til að skammast yfir. Ansi hávær kona á stundum en með gull hjarta. Rétt eins og 98% af öllu Asíu fólki sem ég hef hitt. Sýna framá að fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar !!!!! ( sjá hér fyrir neðan )... 

Thailand og lentur með annan fótinn í krukku 


Já það er rétt að sumir ættu að þegja og það fleiri en einn! Spánarkonungur sagði Chaves að þegja.

Juan CarlosSpánar konungur en með bein í nefinu ! góður kallinn hann Juan Carlos, það mættu fleiri taka konung til fyrirmyndar. Hugo Chavez er ekkert annað en helsjúkur einræðis herra og eftirlegu rolla uppeldis bóka Kremlverja. Hver er annars þessi Jóhann Karl er Ríkisútvarpið flytur fréttir af, veit ekki betur en það sé bara einn konungur á Spáni og hann heitir Juan Carlos. 


Stjúpur eru börnum verstar.

það er merkilegt hvað barna bækur geta verið sannar og mikill sannleikur í þeim, ef stjúpur koma fyrir í þessum bókum bregst það ekki að þær eru ákaflega vondar manneskjur. Þetta furðar mig, ég bara spyr eru þá ekki til góðar stjúpur?.


Thailand og lentur með annan fótinn í krukku !

Undarleg lífsreynsla að verða veikur, hef ekki orðið veikur síðan ég var krakki ef frá eru talin slysdoctor2

Ég tók heldur betur eftir því að ég var komin með bullandi steinsmugu og ógleði, hafði að vísu verið listar lítill einhverja daga bæði á mat og vín ólíkt mér, þannig að ég ákvað að drífa mig heim úr íslenska húsasundinu ( Íslendinga bar á Pattaya ) Skugginn minn fylgdi mér eins og ávalt eftir að hún gerðist húsköttur hjá mér og félagi en það er önnur saga.

Þessi litla vinkona mín ( Bee ) tók af mér völdin og ók mér heim á mótorhjólinu ansi hratt enda kallinn að missa damið í buxurnar. Vinkonan sótti lyf í apótekið við matareitrun og niðurgang, en mér versnaði stöðugt og á 5-6 degi tók ég eftir að ég var að verða gulur í andlitinu sem ágerðist á næstu sólarhringjum ásamt því að sjón og háralitur virtist hverfa ég var hreinlega að verða gráhærður og staurblindur að ég nefni nú ekki bjúginn er settist fyrir á fótum og í andliti. Ég vissi bara akki hvað var að ske með kallinn en mér var ljóst að eitthvað mikið var að þrátt fyrir þverrandi kraft og rænu.

Ekki veit ég hvernig stelpan hún Bee kom mér til að samþykkja að ég færir á sjúkrahús en þangað draslaði hún mér á hjólinu með mig bundin á bakk sér, það hlýtur að hafa verið spaugileg sjón að sjá gjörninginn enda hún varla 50 kíló og með þennan stóra kall hangandi eins og slytti á baki hennar.

Ég man eftir að ég kom örþreyttur inn á þennan líka rosa spítala að mér var dröslað á vagn og lagður inn með það sama, ransakaður hátt og lágt, beðin um trygginga skjöl eða kort fyrir sjúkrahúsinu plús kostnaði, ég dró upp 10.000 Bött átti ekki meir enda hélt ég að þetta væri mikið meir en nóg. Ég man ekki meira eftir þessu kvöldi nema að tekið var mikið af blóð prufum.

Ég vakna um nóttina við fullt hebergi af hjúkkum og læknum að tengja við mig snúrur og tæki, þá voru nokkrir pokar af vökvum tengdir við mig. Mér var sagt að ég væri með heiftarlega sýkingu í meltingu og maga auk þess lifrin væri lítt starfshæf eins væri um bris og fleiri lífæri er tengdust meltingu, nú væri hafin meðferð við þessu og lyfjagjafir svo sem pensillin í æð ásamt vökva til að freista þess að létta undir og bjarga nýrum. Allt er tíðinda lítið af mér að segja í þrjá daga endalausar rannsóknir, herbergið ágætt með risasjónvarpi, tómum ísskáp, örbylgjuofni, það kom líka stúlka með matseðil fyrir næsta dag og var hægt að velja um þrjá rétti: Morgun, hádegis og kvöldmat. Það breyti þó engu ég fékk aldrei það sem ég valdi svo ég hætti að velja enda listarlaus að auki, helst að ég borðaði þegar Bee fór í 10-11 og verslaði súpur er hún hitaði í örbylgjunni, og neyddi ofan í mig, mögnuð.  

Tvær hjúkur komu kvölds og morgna til að þvo mér, undarlegt hvað þessar skvísur gátu dundað sér við hreingerningar á manndómi mínum með til heyrandi pískri að það hálfa væri nóg, djásnið var ekki glæsilegt frekar en annað í mínum kroppi, ég var gulari en Kínverji á að líta og leið ömurlega.

Á þessum þriðjadegi mínum kemur inn kona er kynnir sig sem aðstoðar aðstoðar gjaldkera fyrir sjúkrahúsið og nú sé illt í efni reikningurinn komin í 38.000 bött (ca: 76.000 Isl) og ég hafði einungis borgað 10.000B inná reikninginn, ekki væri hægt að veita frekari meðhöndlun fyrr en tryggingar skjöl kæmu eða aurar, eftir langt sjokk og þögn spurði ég hvort hún gæti beðið framundir klukkan 17 því allir svæfu en á Íslandi ( +sjö tíma munur ) ekki málið sagði hún það væri opið allan sólahringinn.

Hófst ég handa við að hringja til íslands leið og klukkan leifði eða öllu heldur Bee hringdi því ég sá ekki á símann og gat varla stutt á takkana nema hvað ég náði sambandi við góða og var lagt inn á mig um hæl, það er gott að eiga góða að.

Var nú hringt á hjúkrun og beðið um leifi til að drösla mér í bæinn að sækja peninga, allt í lagi sagði stúlkan og hvarf, birtist hún aftur eftir um hálftíma og tjáði mér að ég mætti ekki yfirgefa sjúkrahúsið nema ég greiddi 15.000B inná reikninginn, það væri því miður regla, Hummm aftur tjáði ég henni að ég yrði að fara í þessa ferð því hún væri til þess að sækja aura til greiðslu á reikningnum ég væri sá einni sem gæti tekið út og yrði að sína passa plús fleira til að fá aurinn, stúlkan hvarf aftur.

Korter leið og birtist hún aftur með auka hjúkku, læknir og kall er ók hjólastól, úfff hváði ég og spurði Bee hvort það ætti að trilla mér í hjólastól alla leið í Westren Union hehe nei mér var ekki hlátur ísjukrabhuga. Var ég settur í föt og stólinn fína rúllað út þar sem sjúkrabíll beið, Vá sagði ég aldrei farið í banka með sjúkrabíl, hjúkkum, hjólastóls ökumanni og auðvitað henni Bee. Þetta var meiri hersingin, ef ég hefði ekki verið svona lasin hefði ég dáið úr hlátri Haha. þetta gekk allt upp og ég borgaði reikninginn allir brostu, skvísurnar með þvottaklútana mættu og vildu fá að þvo mér, Ég sagði NEI, nennti ekki að fá einhverjar kerlur í klofið á mér var gjörsamlega búinn eftir þetta banka ferðalag og það í sjúkrabíl...

Ekki fékk ég að fara heim enda sýndi ég engan bata, versnaði ef eitthvað var. þrír dagar liðu, ég með feikna hitaköst er komu og fóru endalausar pensilinn gjafir fyrir utan allt annað er mér var gefið. Mér var ekki farið að standa á saman bæði hvað varðar reikninginn er hlóðst upp aftur og það að mér virtist hraka fremur en hitt, ég sá það best á því að ég rumskaði oft við grátin í Bee sem vék aldrei frá mér og svaf í stól allan tímann er ég dvaldi þarna.

Mér var það ljóst í undirmeðvitundinni að ég væri á síðasta snúning, ég yrði að gera eitthvað, ég fór fram á fund með doktor og tjáði þeim að ég yrði að fara ég myndi fara heim til Íslands og á sjúkrahús þar, ekki var við þá tauti komandi en það hafðist, en ég varð að vera eina nótt í viðbót.

Ég hringdi í PP travel og eins og alltaf redduðu þær mér, fundu miða til Íslands eftir tvo daga. Daginn eftir kom ekkert nýtt í ljós hvað væri að mér ég væri með vírus sýkingu, lifrin kabut osfrh. Fékk innkaupapoka af töflum og skýringar hvernig ég átti að taka þær, í þessum pakka reindust vera töflur (Tylenol 500Mg) er hæglega gátu drepið mig ef teknar væru í þessu ástandi sem ég var í en það er nú önnur saga.

Reikningurinn fyrir sjúkrahúsið var komin í 98.000B tæpar 200.000 ísl....

Aumingja stelpan hún Bee er reyndist mér svo vel í þessum veikindum grét nú hálfu meir en áður hún var viss um að ég næði ekki til Íslands lifandi og ef ég gerði það þá kæmi ég aldrei aftur til Asíu, enda vissi hún mun betur en ég hvað ég var mikið veikur enda talandi thai við læknanna en þeir töluðu ekki góða ensku.

Flugið heim var eitt það versta sem ég hef lent í, í byrjun átti ég ekki að fá að fara um borð í SAS vélina vegna þess hvað ég var gulur, þeir héldu að ég væri með bráð smitandi sjúkdóm er heitir gula, mér tókst að endanum að sannfæra þá um að ég væri með krabba og á leið til Íslands á spítala ekki fallegt að ljúga svona en heim ætlaði ég hvað sem það kostaði, og það tókst rúmum 20 tímum seinna var ég í Kef, hreinlega hékk á tösku vagninum, ósofin með blóðug augu, blæðandi nef þar sem lifrin var hætt að framleiða storknunar efni.

Natalie dóttir mín tók á móti mér og ég hrundi niður búinn ekkert afl eftir, hélt í raun að ég væri að fara hafði fengið þá tilfinningu tvisvar úti er ég lá á thai sjúkrahúsinu. Natalie keyrði mig á útopnu á Landsspítalann þar sem ég var umsvifa laust lagður inn og setur í einangrun enda að koma af erlendu sjúkrahúsi þar sem gerlar þrífast sem ekki eru til á sjúkrahúsum hér.

Ég var svo í ca. mánuð á Landspítalanum, en allt í einu á 17 - 18 degi minnir mig fór ég að hressast þá hafði mér verið gefið k-vitamin til að koma blóðstorknun af stað, ég fékk líka blóðplasma sem er einhverskonar hreinsað blóð. Ég er þess full viss að ég væri ekki á lífi ef ég hefði ekki komið heim og fengið þessa frábæru aðhlynningu er ég fékk hjá læknunum okkar á Landsspítalanum eiga þeir frábærar þakkir fyrir. Það er að vísu langt í land að ég ná fyrri styrk en þetta er að koma, allt virðist starfa eðlilega, ég verð bara að fara vel með mig þá kemur þetta allt til baka, ekki þarf ég svo sem að leggja mikið á mig, labba, synda + allt hitt (líkamsæfing sko). .

Ég er heppin strákur..........   


Illa innrættar persónur tala illa um aðra.

faceGáfaðar persónur tala um hugmyndir.
Minna gáfaðar persónur tala um hvað gerðist.
Sá sem tapar peningum missir mikið.
Sá sem missir vin, frænda eða bróðir tapar miklu meira.

Það er jú ekkert upphaf og enginn endir, njótum lífsins og verum góð hvort við annað því lífið er svo stutt þrátt fyrir allt og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala illa um aðra.
Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir og við mannverurnar í okkar frumskógi freistinga lífsins viljum líka vera Vinir og góð hvort við annað.

Dagurinn í gær er liðinn farinn.
Morgundagurinn er vonandi óvænt ánægja.
Dagurinn í dag er bara svona.


Á leiðinni til Siam.

flotturTveir mánuðir farnir í veikindi og rugl veikur mánuð á sjúkrahúsi í Thailandi ekki gaman og rúman mánuð  á Landsspítalanum síðan nær fjóra mánuði að ná krafti en er loksins farinn að ná mér. Datt úr 114k í 92kíló flott megrun hafði að vísu ekkert að gera við þessa megrun enda leið mér vel í ca 110k enda hár og myndarlegur Haha. Var víst heppin að gefa ekki upp öndina eða geispa golunni en margir sem lenda í bráðasýkingum og líffæraklikelsi sem þessum lifa það hreinlega ekki af, HEPPIN ég. Nú ein barns móðir mín fékk þá flugu í hausinn að rífa af mér sameiginlegt forræði er ég hef með dóttir minni "hennar einkabarn segir hún,, algjör tímaskekkja á gjörningnum er mér sagt af mér fróðari mönnum. Meira af veikindum og foræðismálum síðar. Ég mun reyna að skrif eitthvað um lífið og ævintýri Asíu er tími vinnst til. Furðulegt hvað ég er en slappur eins og allt afl hafi verið rifið úr mér, greinilegt að þetta hefur gengið ansi nærri mér kemst varla nokkra metra án þess að verða þreyttur enda er ég 80% undir sæng og alltaf skít kalt. 

Ooo það verður gott að komast til Jomtien Beach, Condo-ið, Sveitina, Sundlaugina, hitta Bee sem ekki er Vee, þeir skilja er þekkja. Meira síðar....... Verð hér allavega um Jólin og áramót..


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband